Leið upp á klettinn Rustanöf í Vestrahorni en það er fyrsta og eina uppganga á tindinn, eftir því sem best er vitað.
Í grein eftir Snævarr Guðmundsson úr ársriti Ísalp frá 2017 segir:
Klifurleiðin sem við völdum liggur upp hallandi klettaþil (slöbb)
sem reyndust frekar gróin og og tortryggð og var nokkuð um laust berg. Hún liggur austanvert upp nöfina og endar á bröttu, stuttu klettahafti til að komast á toppinn. Hana fóru allir þátt-
takendur ferðarinnar. Klifrið tók þrjár klukkustundir. Á niður-
leið þurfti að síga fram af yfirhangandi klettaþrepi á einum bergfleyg. Doug negldi fleyginn í grunna sprungu nærri toppnum og Jón bauðst til að síga fyrstur fram af. Doug pírði augun á Jón í gegnum hringlaga gleraugun sín og spurði: “Do you know anyone who survived an abseiling accident?” Jón hváði og þagði um stund, mundi vissulega ekki eftir neinum, enda er ólíklegt að lifa það af ef tryggingin gefur sig. Að sjálfsögðu var þarna verið að áminna um hve alvarlegt það getur verið að síga fram af hömrum á veikum tryggingum.
Ég seig næstur fram af slúttandi haftinu og síðan Doug. Þegar hann átti um tvo metra eftir niður gerðist óvenjulegt atvik; hann var með sítt hár og það dróst óvænt inn í sigáttuna. Áður en hárið rifnaði frá rót tókst honum að losa sig úr klípunni. Úff þetta þóttu mér slök meðmæli með síðu hári.
Allir komust óskaddaðir frá þessu en með blendna hrifningu á gæðum bergsins og leiðarinnar. Það er sama hvað félögum mínum fannst um leiðina, ég var glaður að hafa loks náð toppi Rustanafar því þetta var þriðja skipti sem ég hafði reynt. Ég hafði alltaf verið svolítið spenntur fyrir að klifra þessi slöbb og reyndar kom það svolítið á óvart hversu gróin þau voru. Það skemmtilega var að Doug sá þetta með allt öðrum augum: “The worst climb in the world, if it rained.” sagði hann.
FF: Doug Scott, Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, sumar 1985, Óþekktir erfiðleikar og óþekktur metrafjöldi.
Klifursvæði |
Vestrahorn
|
Svæði |
Rustanöf |
Tegund |
Alpine |