Googooplex WI 4
Googooplex (WI4, AD+, 340m) var farin á ísklifurfestivali Ísalp sem haldið var í Ísafirði og nágrennni í febrúar 2020, rétt áður en Covid-19 faraldurinn skall á.
Til að komast að leiðinni er farið inn í Hnífsdal. Það liggur malarvegur vel inn dalinn og ef hann er fær þá styttir það aðkomuna töluvert. Ef hann er ófær er best að leggja við endann á Bakkavegi, þeirri götu sem teygir sig hvað lengst inn í dalinn. Leiðin er í fyrstu skálinni á vinstri hönd, Bakkahvilft. Það eru rétt rúmir 2km að byrjun leiðar frá Bakkaveginum og líklega um 450m hækkun.
Leiðin er í heildina um 340m og var tekin í fimm löngum spönnum. Þetta eru bland af misbröttum ís og sjóbrekkum.
- 70m. Stutt íshaft, snjóbrekka, meginíshaft (póleraður brattur ís, sirka WI4), snjóbrekka og svo stutt íshaft í lokin.
- 70m. Stutt íshaft, löng snjóbrekka og aftur stutt íshaft.
- 60m. Snjóbrekka, stutt íshaft, snjóbrekka upp að mjög stuttu íshafti. Stans í ís sem fannst undir slatta af snjó.
- 70m. Löng snjóbrekka.
- 70m. Löng snjóbrekka upp á topp.
FF: Björgvin Hilmarsson og Bjartur Týr Ólafsson, 8. febrúar 2020.
Googooplex er nefnd eftir plötu með Purkki Pillnikk, því goðsagnakennda bandi. Í Bakkahvilft er önnur leið sem heitir Purrkur. Rétt við hliðina á Purrki liggur önnur lína samsíða og ætti sú að sjálfsögðu að fá nafnið Pillnikk þegar hún verður farin 🙂
Það væri gaman ef fólk myndi halda sig við Purrkur Pillnikk nafnaþemað þegar meira verður gert á svæðinu.
Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
Svæði | Hnífsdalur |
Tegund | Ice Climbing |