Útgáfuhóf fyrir ársrit Ísalp og aðalfundur

Þann 29. september boðar stjórn til aðalfundar og í beinu framhaldi útgáfuhóf í tilefni af því að árstir klubbsins er loksins að koma út.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns
6. Kjör stjórnar
7. Kjör uppstillingarnefndar.
8. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
9. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
10. Önnur mál

Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald 2022.
Framboð skulu hafa borist uppstillingarnefnd (runathor@gmail.com) fyrir 26. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður á aðalfundi eftir að kosningar um framkomin framboð hafa farið fram.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 26. september.
Staðsetning: Bryggjan Brugghús klukkan 19:00

Comments

Skildu eftir svar