Búahellir er nýtt þurrtólunarsvæði í Búahömrum í Esjunni. 12 fullboltaðar leiðir hafa verið settar upp.
Aðkoma:
Sama og fyrir Tvíburagil, Skakka turninn og 55. gráður N. Frá þjóðveginum er beygt inn við bæinn Skriðu og bílum lagt þar sem vegurinn tekur 90° beygju nálægt húsunum. Gengið er meðfram námunni og farið yfir girðinguna við járnstaurinn þar sem sést móta fyrir göngustíg. Þaðan eru tveir möguleikar á að komast á svæðið.
1. Bláa línan sem fer nokkuð beint upp, línu hefur verið komið fyrir á erfiðasta kaflanum, 20mín.
1. Bláa línan sem fer nokkuð beint upp, línu hefur verið komið fyrir á erfiðasta kaflanum, 20mín.
2. Rauða línan upp í gegnum Tvíburagil, gengið eftir toppinum og svo niður, 30mín.
Leiðir:
14 leiðir eru fullboltaðar með hringakkeri á toppnum. 95% af axarfestunum hafa verið boruð til og munu verða merkt.
Frá hægri eru gráðurnar um það bil: D4, D5, D5+, D6+, D7+/8, D8/8+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D9/9+, D8, D6+/7, D8+, D8
Það eru þrjú akkeri fyrir ofan brún þar sem er mögulegt að síga niður í leiðirnar og setja upp top-rope: það er mikið af lausum steinum, EKKI síga niður ef fólk er að klifra. Klippið í alla boltana meðan sigið er til að haldast upp við klettinn. Notið hjálm!
Föstum tvistum hefur verið komið fyrir í mest yfirhangandi hlutum veggsins, VINSAMLEGAST ekki taka þá.
Enn finnast lausir steinar í sumum leiðana, verið vakandi meðan klifrað er.
14 tvistar og 60m lína dugar.
Hægt er að klifra á svæðinu allt árið og þarfnast það ekki frosts.
Bergið er gott fyrir utan neðsta gulleita hlutann, léttasta hlutann af leiðunum og svo er restin mjög föst og góð í yfirhanginu.
Látið okkur vita ef þið náið að klifra einhverja af leiðunum svo að við getum uppfært gráðurnar.