Z fyrir Zoidberg

Leið númer 4

Leiðin klifrast upp augljósa Z eða eldingar sprungu hægra megin við Orginalinn (#3). Auðtryggjanleg.

Byrjar á vandasömu klifri upp vegginn að byrjuninni á sprungunni (Margar leiðir til að komast þangað). Góð hand-jömm (gulur #2 vinur) leiðir að stuttri grannri skásprungu. Hliðrar svo aðeins til vinstri yfir í breiða hnefa sprungu / offwidth (blár #3 vinur). Hér má nota góð hliðartök til hægri sem koma manni í hvíld ofan á stótu flögunni. Dragið djúpt andann og haldið áfram til vinstri eftir juggara raili, brute strength og hælkrókar sem enda á lítilli syllu fyrir ofan. Eining er hægt að fara beint upp offwidth sprungu ( 4b, grár #4 vinur eða DMM #5, óklifrað). Mögulegt er að tryggja frá þessari syllu eða klára upp sama enda og Orginallinn eða Munda.

Gráða: 5.10a (?)

FF: 5/Sept/2020, Robert Askew and Brook Woodman

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Ingimundur
Tegund Alpine
Merkingar

5 related routes

Z fyrir Zoidberg

Leið númer 4

Leiðin klifrast upp augljósa Z eða eldingar sprungu hægra megin við Orginalinn (#3). Auðtryggjanleg.

Byrjar á vandasömu klifri upp vegginn að byrjuninni á sprungunni (Margar leiðir til að komast þangað). Góð hand-jömm (gulur #2 vinur) leiðir að stuttri grannri skásprungu. Hliðrar svo aðeins til vinstri yfir í breiða hnefa sprungu / offwidth (blár #3 vinur). Hér má nota góð hliðartök til hægri sem koma manni í hvíld ofan á stótu flögunni. Dragið djúpt andann og haldið áfram til vinstri eftir juggara raili, brute strength og hælkrókar sem enda á lítilli syllu fyrir ofan. Eining er hægt að fara beint upp offwidth sprungu ( 4b, grár #4 vinur eða DMM #5, óklifrað). Mögulegt er að tryggja frá þessari syllu eða klára upp sama enda og Orginallinn eða Munda.

Gráða: 5.10a (?)

FF: 5/Sept/2020, Robert Askew and Brook Woodman

Sumarsnjór

Undir Eyjafjöllunum er klettaspíra í gili, 500-1000 m vestan megin við lngimund. Leiðin, sem
hlaut nafnið Sumarsnjór, er tvær spannir og liggur framan á andlitinu, sú fyrri er 5.9 og sú seinni A2. Stefán Steinar Smárason og Leifur Örn Svavarsson fóru fyrst á spíruna í kringum 1990 eða jafnvel fyrr. Spýran gegnur undir nafninu Völsi.

Möguleikar eru á fleiri nýjum leiðum þarna í mjög flottu umhverfi.

FF: Guðmundur Tómasson og Guðmundur Helgi Christensen, sumarið 2001.

 

Orginallinn

Græn lína á mynd.

Sjá aðkomulýsingu hér 

Suðaustan á Ingimundi, klifrað upp í augljósa gróf sem leiðir upp í sprungu austan megin við hátindinn. Komið upp á milli beggja tindanna á toppnum.

FF: Stefán Steinar Smárason, Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson, 17.07 1988, dótaklifur, tvær spannir 5.6

Mundi

Rauð lína á mynd.

Sjá aðkomulýsingu hér 

Vestan við upprunalegu leiðina og lítið eitt strembnari. Fylgir stöllum inn í áberandi stromp og þaðan upp á góða syllu. Síðan er farið upp víða sprungu og klaufina austan megin við toppinn. Efsti hluti leiðarinnar er sameiginlegur upprunalegu leiðinni

FF: Stefán Steinar Smárason og Leifur Örn Svavarsson sumarið 1989, dótaklifur, tvær spannir 5.6

S fyrir Stratos

Gul lína á mynd.

Sjá aðkomulýsingu hér 

Vestasta leiðin á Ingimundi. Nokkuð augljós S-laga sprunga, ca. í miðjum Ingimundi vestanverðum, er klifruð. Síðan er farið upp sprungu sem liggur upp á toppinn vestan megin við hærri tindinn.

FF: Björn Baldursson og Stefán Steinar Smárason, sumarið 1991, dótaklifur, tvær spannir 5.8

Skildu eftir svar