- This topic has 8 replies, 3 voices, and was last updated 5 years, 2 months síðan by Sissi.
-
HöfundurSvör
-
18. september, 2019 at 16:10 #68200SissiModerator
Smellið inn einhverjum punktum um hvað er að frétta úr klifrinu. Hvað var gert í sumar? En í haust? Nýjar leiðir? Hverjir klifruðu í útlöndum? En eitthvað sniðugt hérna heima? Hver lenti í múkkaælu?
18. september, 2019 at 16:43 #68202SissiModeratorJohn Snorri hyggst reyna við K2 að vetrarlagi með Mingma G., en þeir kynntust þegar JS fór á K2 og Lhotse fyrir tveimur árum, og var nálægt því að toppa Broad Peak líka ef ég man rétt. K2 er eini átta þúsund metra tindurinn sem hefur ekki verið toppaður að vetrarlagi, en helstu kempur vetrarklifurs hafa verið að reyna við þetta verkefni síðust árin. Nú þegar eru klifrarar eins og Denis Urubko, Alex Txikon og Nirmal ‘Nims’ Purja, sem er búinn að salla niður 11 af 14 átta þúsund metra tindunum á nokkrum mánuðum, að gefa því undir fótinn að mæta á svæðið.
Þeir félagar eru nú staddir á Manaslu (8163 metrar) sem aðlögun og ef ég man þetta rétt yrði JS þá fyrstur til að ná þremur 8 þúsund metra tindum ef þeir klára hann.
https://www.facebook.com/climbermingma/photos/a.482263401905764/1670045366460889/
18. september, 2019 at 16:44 #68203SissiModeratorÍslendingametið á Lummuna í Chamonix, Aguille de l’M var að öllum líkindum slegið á dögunum þegar hvorki meira né minna en átta Íslendingar klifruðu NNA hrygginn; Árni Stefán, Bjartur Týr, Freyr Ingi, Haukur Már, Jón Heiðar, Róbert, Sveinn Friðrik og Viktor.
18. september, 2019 at 16:49 #68204SissiModeratorSkarðshryggur í Skarðshorni fékk trúlega sína aðra heimsókn nú í september, þegar Bjartur Týr og Matthew McAteer klifu hann. Aðstæður hafa trúlega verið ansi langt frá þeim sem voru í frumferðinni, klettaklifur í vettlingum og broddum í bland við mix hreyfingar skv. Bjarti Tý. Alltaf hressandi þegar menn skella sér í klifur á óvenjulegum árstíma og gaman að þessi leið hafi fengið aðra heimsókn, okkur þótti hún virkilega skemmtileg um árið.
18. september, 2019 at 17:03 #68205JonniKeymasterFréttir úr Norðurfirði á Ströndum
Leiðin Grjótkast 5.10a(5.9) var frumfarin um Verslunarmannahelgina af Ólafi Pál. Leiðin var boltuð sumarið 2018 af Finna og Jóni að norðan. Þeir boltuðu einnig leiðina Eldibrandur á sama tíma en hún er enn óklifruð.
Kate og Rob boltuðu og frumfóru Dalalæðu 5.8
Ég frumfór Tyrkjaránið 5.11a og Baskavígin 5.9, boltaðar 2017 og 2018 en ekki klifraðar fyrr en nú.
Daniel kláraði að bolta leiðina sem hann byrjaði á árið 2017. Leiðin er hægra megin við Blóðbað og fékk nafnið Þorskastríðið 5.9.
Ég og Óli boltuðum og frumfórum leiðina Strengjafræði. Leiðin er fyrsta nýja leiðin á Tækni og vísinda svæðinu síðan að Stebbi boltaði Ritvélina 5.10d í kringum 2000.
Um mánaðarmótin ágúst-september fóru ég, Óli og Bjarnheiður aftur í Norðurfjörð. Óli seig niður á nokkra staði að leita af hinni fullkomnu leið á meðan ég og Bjarnheiður boltuðum og fumfórum leiðina Síldarárin 5.8(5.9).
Nýjasta útgáfa af leiðarvísinum er á leiðarvísasíðunni – https://www.isalp.is/leidarvisar. Enn er pláss fyrir fullt í viðbót, frábært svæði!
18. september, 2019 at 17:07 #68206JonniKeymasterÉg og Rob byrjuðum á endurboltun Hnefa í Hvalfirði. Sem stendur eru 3 af 5 leiðum tilbúnar með nútíma búnaði en Spegillinn og Spegilbrotið eru eftir. Stefnan er tekin á að ná að klára þetta núna í haust en ef veðrið lætur ekki af stjórn þá er vorið til vara.
Einnig erum við búnir að sjá möguleika fyrir alla vega tvær leiðir í viðbót sem verða vonandi léttari en leiðirnar sem eru nú þegar til staðar.
Gömlu leiðirnar eru mjög flottar, byrja allar á stuttu en bröttu yfirhangi og fara svo yfir í aðeins meira jafnvægisklifur. Bergið er ekki ósvipað Valshamri og er mjög þétt og gott.
25. september, 2019 at 10:45 #68228SissiModeratorJohn Snorri toppaði Manaslu (8.163 metrar) í morgun. Hann er fyrsti
Íslendingurinníslenski karlmaðurinn til að standa á tindi fjallsins og þetta er þá þriðji 8 þúsund metra tindurinn hans (Lhotse 2017 og K2 2017, fyrstur Íslendinga á bæði). Ef mér skjátlast ekki rétt missti hann af toppnum á Broad Peak. Rekur ekki minni til þess að fleiri séu með þrjá mismunandi 8 þúsund metra tinda og er hann þá fyrsti Íslendingurinn til að toppa þrjú 8 þúsund metra fjöll. Leifur Örn hefur klifið Everest tvisvar og Cho Oyu einu sinni og er því með þrjá toppa yfir 8 þús.Óska John Snorra til hamingju með þetta, grjóthart.
Uppfært: Anna Svavars kleif Manaslu árið 2014
- This reply was modified 5 years, 2 months síðan by Sissi.
25. september, 2019 at 10:58 #68229Otto IngiParticipantAnna Svavarsdóttir var reyndar fyrsti íslendingurinn til að toppa Manaslu.
John Snorri er fyrsti íslenski karlmaðurinn til að toppa Manaslu -> Grjóthart 😛25. september, 2019 at 13:35 #68231SissiModeratorOhhh, þarna fór vöntun á langtímaminni alveg með mig. Anna Svavars er náttúrulega magnaður fjallamaður, kleif Cho Oyu fyrst íslenskra kvenna 2003 og Manaslu 2014, og er því með tvo 8 þúsund metra tinda. Einnig hefur hún amk reynt við Pumori og fleira.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.