Við fórum þrír í leiðina síðasta laugardag og þetta var algjörlega mögnuð upplifun. Þvílíkt afrek að bolta svona svakalega leið. við höfuðum smá áhyggjur fyrirfram af bili milli bolta en það algjör óþarfi, leiðin mjög vel boltuð. Athugasemdirnar við leiðina hjálpuðu líka mikið á lokaspönnunum. Rauða prússikbandið var ennþá i akkeri á 10. spönn.
Við vorum rétt rúmlega 10 tíma bíl í bíl. Þarf af líklega 1 klukkutími að leita að bláa slingnum í fyrsts bolta. Gengum 2x framhjá honum án þess sjá hann en hann var aðeins nær jörðinni en ég var að skima eftir honum og orðinn svolítið veðraður. Frábær dagur.
Við tókum nestispásu á góðri syllu eftir 5. spönn og þar setti ég drónann á loft og tók þessa mynd sem sýnir síðustu sex spannirnar. Við erum neðarlega fyrir miðju, hægra megin við snjóskaflinn.