Þorskastríðið WI 3
Rétt áður en komið er að Sauðá eru nokkrar kviltar í fjallshlíð sem vísar í norður.
Þar eru leiðir sem heita Jólakötturinn og Giljagaur. Ágætis klifur með mörgum stöllum milli stuttra en skemmtilegra ísfossa.
Neðst í Þorskastríðinu er stórt fríhangandi kerti sem við höfum klifrað í toprope.
Gaman væri að reyna að tengja það með mix klifri einn daginn. En lítið um tryggingar uppað kertinu.
Farið er upp fyrstu spönn á Jólakettinum. Og þaðan þverað til vinstri inná leiðina.
Leiðin eru margir stuttir en brattir kaflar og á einum stað er stór steinn sem þarf að klöngrast yfir.
Mjög skemmtileg leið í góðum ísaðstæðum en stundum fyllast stallar af snjó eftir mikla snjókomu.
WI3 ca. 100m í heildina. Hægt er að labba niður af leiðinni. Hlíðin er brött.
Leiðin fékk nafnið Þorskastríðið þar sem hópinn skipuðu tvö frá Stóra-Bretlandi og tveir frá Íslandi.
FF: Bjarni Guðmundsson, Sigurður Bjarni Sveinsson, Ginny Amanda, Chris Haworth, 25. janúar 2018
Klifursvæði | Þórsmörk |
Svæði | Grettisskarð |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |