Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2018-2019 Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

#67066
Otto Ingi
Participant

Ég, Baldur og Palli settum stefnuna á eyjafjöllin á laugardaginn. Greinilega of seint fyrir eyjafjöllin og sólin búin að bræða mest allan ísinn. Við settum þá stefnuna á Háafoss, færið á slóðanum að fossinum er þungt, vorum á 35″ breyttum bíl og hleyptum úr, við rétt komumst þetta með einni festu. Við klifruðum Granna í fínum aðstæðum. Eitthvað af myndum hér á facebook.