Rómeó og Júlía WI 5

Leið númer 9 á mynd

Kertið var brotið í sundur í frumferð. Klifrað var upp fyrir aftan það og svo út í gegnum brotið.

FF: Rúnar Óli Karlsson, Ragnar Þrastarson og Sigurður Jónsson.  27. mars 2000

Skemmtilegar myndir úr sectornum má finna hér

Klifursvæði Dýrafjörður
Svæði Garðshvilft
Tegund Ice Climbing
Merkingar

9 related routes

Helskór Vésteins WI 4+

Hægra þilið af augljósu þiljunum tveim fyrir botni Garðshvilftar, leið 1.5.

Tvær spannir af skemmtilegu, jöfnu klifri í góðum ís. Nokkuð í fangið í fyrri hluta, slær af halla í seinni hluta og getur verið auðvelt að komast upp fyrir hengju yfir vinstri hluta þilsins. Annars er lítið mál að setja upp þræðingu undir hengjunni og síga niður í tveim sigum.

 

WI 4+, 80 m

Febrúar 2020,  Magnús Ólafur Magnússon & Sigurður Ý. Richter

Óþelló WI 4

Leið númer 6 á mynd.

Tvískipt íshöft, tvö brött höft með auðveldari ís á milli.

FF: Freyr Ingi Björnsson, Styrmir Steingrímsson og Sigurður Jónsson. 10. mars 2012

Comedy of errors WI 4

Leið númer 4 á mynd.

Stutt vel bratt 8m hátt kerti í byrjun sem rétt snertir niður en svo er mjög létt brölt þar fyrir ofan. Snjóhengja fyrir ofan og smá hellir bakvið kertið þar sem hægt er að tryggja til að fá ekki íshrönglið í hausinn.

Leiðin gæti verið vitlaust staðsett.

FF: Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. 10. mars 2012

Ofviðrið WI 3+

Leið númer 7 á mynd.

Leiðin liggur upp vinstra megin í ísþilinu alveg hægra megin.

FF: Skarphéðinn Halldórsson og Sveinn Friðrik Eydal. 2012

Skemmtilegar myndir úr frumferð má finna hér

Gogglurnar WI 3+

Leið númer 8 á mynd.

Leiðin liggur hægra megin í breiða ísþilinu lengst til hægri.

Gráðan er ágiskun útfrá leiðinni Ofviðrið.

FF: Viðar Helgason og Björgvin Hilmarsson. 2012

Skemmtilegar myndir úr frumferð má finna hér

Hamlet WI 5

Leið númer 5 á mynd.

FF: Styrmir Steingrímsson og Freyr Ingi Björnsson. 9. mars 2012

Skemmtilegar myndir úr frumferð má finna hér

Rómeó og Júlía WI 5

Leið númer 9 á mynd

Kertið var brotið í sundur í frumferð. Klifrað var upp fyrir aftan það og svo út í gegnum brotið.

FF: Rúnar Óli Karlsson, Ragnar Þrastarson og Sigurður Jónsson.  27. mars 2000

Skemmtilegar myndir úr sectornum má finna hér

Vindlar Faraós WI 5

Leið númer 3 á mynd

Hægra meginn við Bleikt og blátt. Það var nánast hægt að faðma neðra kertið (vindilinn), ekki var það feitt þennan dag.

FF: Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, Rúnar Óli Karlsson. WI5. 60m+.

Skemmtilegar myndir frá frumferðinni má finna hér og hér

Bleikt og blátt WI 5

Leið númer 1 á mynd

Leiðin er ca. fyrir miðju í Garðshvilft.

FF: Berglind Aðalsteinsdóttir, Rúnar Óli Karlsson, Sigurður Tómas Þórisson. WI5, 55m+.

Skemmtilegar myndir frá frumferðinni má finna hér og hér

Skildu eftir svar