Antafjallstindur – A-veggur WI 3+
Antafjallstindur (1.440 m)
Leiðin liggur upp miðjan vegginn. Hefst leiðin á 3.- 4. gráðu ísfossi, liggur síðan upp greinilega snjórennu og áfram hana, framhjá ísfossi ofarlega í veggnum. Þaðan er farið til vinstri út á hrygg og eftir honum upp á topp. Leiðin er 400 m. og áætlaður klifurtími 3-6 klst, sem er ekki langur tími, miðað við að það tók þá 7 tíma að brjótast að fjallinu, í þungu færi og miklum snjó.
FF: Leifur Örn Svavarsson og Hjörleifur Finnsson, páskar 1989.
Klifursvæði | Öræfajökull |
Svæði | Antafjall |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |