John Snorri á topp Lhotse

Mynd fengin frá http://www.mountainsoftravelphotos.com/Lhotse/Main.html

Þann 16. maí, klukkan 10:20 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til að stíga á topp Lhotse. Þessu er sagt frá á heimasíðu styrktarfélagsins Líf.

Lhotse er hluti af Everest fjallgarðinum og er fjórða hæsta fjall í heimi, á eftir Everest, K2 og Kangchenjunga, öll í Everest fjallgarðinum. Lhotse er 8.516 m á hæð og tók það John Snorra um 17 klukkustundir að ganga upp á tindinn sjálfan og fjórar stundir niður aftur.

Næst er John Snorri að miða á að klífa fjallið K2 sem er það næst hæsta í heimi, 8.611 m, en jafnframt það erfiðasta og hættulegasta. Aðeins um 300 manns hafa náð á tind K2 en 77 hafa látið lífið við það að reyna.

Við óskum John Snorra alls hins besta í þessum leiðangri og hlökkum til að heyra fleiri fréttir af framvindu ferðarinnar.

 

Skildu eftir svar