Íslenski Alpaklúbburinn og Alpaklúbbur Písa (Ítalíu) komu nýverið á legginn skiptiprógrammi milli félaganna tveggja.
Í febrúar bauð ÍSALP fjórum Ítölum til Íslands, hýstu þá, ferðuðust með þeim um landið og klifruðu.
Í haust endurgeldur Alpaklúbbur Písa greiðann og býður fjórum félögum í okkar klúbbi í klifurheimsókn til Toscana.
Stefnt er að því að fara til Písa í september en nákvæm dagsetning kemur von bráðar. Ferðin mun vara í eina viku og styrkir ÍSALP fjóra meðlimi um 50.000kr á mann.
Sú upphæð ætti að næga fyrir ferðalaginu til Písa en þegar þangað er komið mun CAI-PISA klúbburinn sjá um gistingu og ferðalög.
Fyllið út formið hér fyrir neðan til að sækja um!
Umsóknarfrestur er 01.05.17!