Því miður þá þurfum við að fresta ísklifurfestivalinu sem átti að vera um næstu helgi vegna lélegra ísaðstæðna. Vonandi tekur þessi vetur við sér og við getum slegið upp festivali seinna með stuttum fyrirvara.
Engu að síður þá eru hér í heimsókn 4 klifrarar frá alpaklúbbnum í Písa og þeir ásamt fríðu föruneyti Ísalpara stefna á að leita upp einhvern ís. Planið veður vonandi auglýst betur á næstu dögum og öllum er að sjálsögðu velkomið að slást í för með þeim.
Á miðvikudaginn viljum við blása til hittings í klifurhúsinu. Klifrararnir frá Písa verða með kynningu á klifrinu í Písa. Boðið veður upp á bjór, pizzu og að sjáfsögðu nýjar BÍS leiðir.
———Enghlish———–
We are terribly sorry to inform everyone that next weekends Ice Climbing Festival in the east fjords has been cancelled due to poor conditions.
However, as we have just received 4 keen climbers from the Alpine Club of Pisa we will be going out and chasing the psyche this weekend and we invite anyone who wants to join us along for the fun! More details on that plan will be advertised over the next few days.
On wednesday evening we are also going to have a get together at Klifurhusid. The guys from Pisa will introduce the climbing there and this is a must see for anyone who wants to apply to go climbing on behalf of ISALP in Italy. There will be beer, pizza and new dry tooling routes!