Eiríkur Rauði WI 4+
Eiríkur Rauði er annað hvort línan mest til hægri eða mest til vinstri
Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
Svæði | Óshlíð |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Eiríkur Rauði er annað hvort línan mest til hægri eða mest til vinstri
Klifursvæði | Ísafjarðardjúp |
Svæði | Óshlíð |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |
Rauð lína á mynd
Leiðin er á norðurvegg Búðarhyrnu við Seljadal í Óshlíðinni
Línan byrjar hægra megin við áberandi berggang sem að stendur út úr norðurvegg fjallsins.
Fyrsta spönn er öll á ís, WI 3.
Önnur spönn er aðeins á ís í byrjun en færist yfir í torfklifur þar til komið er að áberandi klettalagi. Fylgið klettalaginu þar til að hægt er að krækja fyrir það og haldið áfram upp 70-80m á ís (þriðja spönn WI 3).
Fjórða spönn byrjaði aðeins á ís en tekur svo klettahliðrun á mjög mjórri sillu, M4 kannski?
Eftir það er snjógili fylgt alveg upp, 150m hækkun og talsvert brattara á köflum en það virtist neðan frá.
Auðvelt er að fara niður á suðurhlið Búðarhyrnu og enda í Hnífsdal, ekki þörf á að síga niður.
FF: Sigurður Jónsson og Rúnar Óli Karlsson.
Súlan lengst til hægri á mynd
Í maí 2006 fóru þeir Rúnar ÓIi Karlsson og
Eiríkur Gíslason nýja leið i Kálfadal Í Óshlíð.
Leiðin heitir Sónata, var farin i tveimur spönnum
og er ca. 40 m löng.
Mynd óskast
Klifruðum nýja leið í Kálfadal á Óshlíðinni laugardaginn . Fyrsta spönnin er 40 metrar og ca 4 gráða þar til efst er komið. Þá tekur við stórt yfirhangandi þil sem þurfti ansi margar tilraunir til að sigrast á. Það var það utarlega að við sigum niður án þess að snerta ísinn, fyrr en alveg neðst. Við tókum síðan tvær spannir ofan við krúxið sem voru 3-4 gráða. Samtals ca 120 metrar.
Gafst upp eftir fjórar tilraunir. Danny tókst það í fjórðu tilraun eftir að hafa misst aðra exina, sigið niður, fengið klapp á bakið og aðra öxi…!
FF: Búbbi og Danny, 27. nóvember 2010, 120m
WI 4 / M 5, 50m
In Seljadalur, a small valley between Hnífsdalur and Bolungarvík. About 1 1/2 km from the road. The upper part of the route can be seen from the road.
We divided the route into 2 short pitches. The first pitch ended in couple of mixed moves to get on a free hanging courtain of ice, and the second pitch (the crux) started in overhanging rock before getting the picks into overhanging ice. The last part was easy WI 4.
FF: Krister Jonson, Torbjorn Johansson, Einar R. Sigurðsson, 22. feb. 2004
Betri mynd og nánari staðsetning óskast
Starts from the road betveen Hnífsdalur and Bolungarvík, less than 1 km north of the last house (big chimney) of Hnífsdalur. This was the first route reaching all the way to the road.
This was an easy climb but the last pitch was interesting since we could disappear into a vertical tunnel and then we had to negotiate a small roof to get out of it. (Could be avoided).
FF: Krister Jonson, Torbjorn Johansson, Einar R. Sigurðsson, 21. feb. 2004, 50m
Eiríkur Rauði er annaðhvort línan mest til hægri eða mest til vinstri
Í Óshlíðinni, vinstra megin við Eirík Rauða
Sama og Eiríkur Rauði nema síðustu tvær spannirnar, 40 – 50 m af 4 til 4+ og svo 55 m af 5. gr kerti sem liggur upp í þil. Fullt af ís, frekar pumpandi en tæknileg.
FF: Ívar F. og Arnar, 30. mar. 2002, 120m
Mynd óskast
Ofarlega í Innri-Hvanngjá c.a 45o m.y.s (sama gil og grátmúrinn)
Massífur og fallegur foss. Neðri helmingurinn er brattur en ljúfara klifur ofar. Ofan við fossinn er auðveld ganga upp á brún.
FF: Eiríkur og Rúnar Óli Karlsson, 02. mar. 2002, 50m
Nokkuð sennilegt er að þessi mynd sé af leiðinni, betri óskast
Fyrir ofan þriðja vegskálann er gil. Þetta er neðsti fossinn í gilinu
Þegar upp á vegskálann er komið, er haldið upp gilið. Fossinn virðist alltaf vera frekar blautur en mjög fallegur.
FF: Rúnar Óli Karlsson og Eiríkur Gíslason, 20. des. 2001, 50m
Mynd óskast
Milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur fyrir ofan vegskálann við Innri Hvanngjá
10 mín. léttur gangur að leið og síðan 35 m. af léttri ísbrekku upp í fallegan íshelli. Þaðan er brattur foss (40 m.) upp á brún.
FF: Rúnar Karlss, Eiríkur Gísla og Ragnar Þrastar, 02. jan. 2000
Mynd óskast (og nákvæmari staðsetning!)
Beint upp af Tímaþjófnum
Breiður ísfoss sem mjókar upp. Langur brattur kafli fyrst (50m) en síðasti hluttin er stallaður með höftum. Hægt að halda áfram upp á brún. 70m í heild
FF: Rúnar Óli Karlsson, Ívar Freyr Finnbogason, 01. apr. 1999
Mynd óskast (og nákvæmari staðsetning!)
Farið upp gil við einn af vegskálunum Rúnar veit kannski seinna hvaða vegskáli það er. Töluverð hækkun er upp að leiðinni og má búast við snjóflóðahættu þar ef ekki er allt tipp topp.
Bara ís, 10m breitt 30m hátt
FF: Rúnar Óli Karlsson, Ívar Freyr Finnbogason