Facebook hópur ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Facebook hópur ÍSALP

  • Höfundur
    Svör
  • #62030

    Góða kvöldið!
    Nú hrökkva eflaust einhverjir við….en klárið að lesa til enda…

    Á stjórnarfundi ÍSALP var tekin sú ákvörðun að stofna til Facebook hóps undir merkjum ÍSALP og eru meðlimir klúbbsins hvattir til að ganga í þennan hóp.
    Tilgangur hópsins er fyrst og fremst að auðvelda ÍSALP að auglýsa viðburði, eins og t.d að bjóða fólki á viðburði sem ÍSALP heldur og býr til auglýsingar á Facebook fyrir.

    Einnig er þetta til þæginda ef vantar fólk í vinnu með stuttum fyrirvara, t.d. vegna vinnu við Bratta o.s.frv.
    Hópurinn er ekki hugsaður sem umræðuhópur heldur frekar sem fréttaveita og auglýsingamiðill fyrir þá sem vilja fá meldingu á Facebook þegar eitthvað spennandi er að gerast á vegum ÍSALP
    Stillingar hópsins eru því þannig að einungis admin (stjórnin) getur hafið umræður/póstað.

    Fyrir þá sem hafa frá einhverju skemmtilegu að segja, vilja deila einhverju áhugaverðu úr skíða-/klifur heiminum eða nýjustu klifur-/skíðaaðstæðum bendum við á að notast áfram við umræðurnar (forum-ið) hér á isalp.is

    kv,
    Siggi R

    #62031

    Gleymdi að hafa linkinn á hópinn með,

    Nafn hópsins er ÍSALP meðlimir
    https://www.facebook.com/groups/1399889096706732/

    Hvetjum alla til að ganga í hann.

    kv,
    Siggi R

    #62036

    Er einhver stemmning fyrir því að opna fyrir umræðu á hópnum með það að leiðarljósi að nota hópinn aðallega til að smala saman fólki í vetrarklifur?
    Þá eitthvað eins og hópurinn Klifurvinir / Climbing buddies.

    Það er lítið um þannig umræðu hér á spjallinu svo mér finnst ekki verið að draga neina umferð frá spjallinu. Ef eitthvað gæti þetta aukið umferð á spjallið hér þar sem fólk reportar aðstæður og farnar leiðir.

    #62037
    Otto Ingi
    Participant

    Hæhæ,

    Já, mér finnst að það eigi að opna umræður á facebook hópnum.
    Fólk verður bara að gera sér grein fyrir að merkilegar umræður eins og skráning leiða og aðstæður eiga heima á isalp.is því annars sogast þær inn í facebook svartholið og finnast seint aftur.

    Ottó Ingi

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.