Á Miðfjallskamb frá Mórfellstaðakoti

Leið merkt inn sem 16

Gráða 1-2 – 500 m – 2-3 klst.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 8. okt. 1983.

Löng, en skemmtileg leið. Auðrötuð, en brött í efsta hluta. Að jafnaði fær allan ársins hring.
Frá Mórfellstaðakoti er haldið inn með Mófelli að vestan, upp Mógil og yfir Ok (523 m) að fjallsrótum (1-2 klst). Yfir létt klettabelti, upp hjarnskaflinn og inn i augljóst gil. Oft hengja við toppinn.

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Kaldárdalur
Tegund Alpine
Merkingar

3 related routes

Kambshryggur

Leið númer 16a á mynd

AI3 M3/4, 600 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2.maí 2021.

Leiðin liggur úr Kaldárdal, austan við Skessuhorn, upp klettabelti í upphafi og fylgir síðan löngum og áberandi hrygg á Miðfjallskamb. Veiklekar í neðsta klettabeltinu voru eltir upp á hrygginn og honum síðan fylgt að langmestu leyti alla leið upp á topp.

Mestu erfiðleikarnir voru í mixhöftum í byrjun leiðar, sérstaklega í fyrstu spönn, og í næstsíðustu spönn við toppinn. Ís var víða að finna en yfirleitt býsna þunnur. Þá var töluvert mikið af snjóklifri í leiðinni.

(meira…)

Á Miðfjallskamb frá Mórfellstaðakoti

Leið merkt inn sem 16

Gráða 1-2 – 500 m – 2-3 klst.
FF: Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 8. okt. 1983.

Löng, en skemmtileg leið. Auðrötuð, en brött í efsta hluta. Að jafnaði fær allan ársins hring.
Frá Mórfellstaðakoti er haldið inn með Mófelli að vestan, upp Mógil og yfir Ok (523 m) að fjallsrótum (1-2 klst). Yfir létt klettabelti, upp hjarnskaflinn og inn i augljóst gil. Oft hengja við toppinn.

Mórauðihnúkur

Leið merkt inn sem 15

Gráða 2 -600 m-ca.2 klst.

FF: Þorsteinn Guðjónsson, desember 1983.

Gengið inn Kaldárdal þar til komið er rétt innan við Mórauðahnúk. Þar er haldið beint upp hlíðina og er hún auðfarin uns kemur efst við brúnina. Þar er klettabelti af 2. gráðu. Til niðurferðar er best að fara norður af Mórauðahnúk vestan megin við Seldal.

Skildu eftir svar