Nú berast þau tíðindi að vestan að miklir spaðar hafi verið að skila sér á Ísafjörð eftir viku víking í Hornbjarg eða nágrenni. Bíðum spennt eftir nánari fregnum af því. Þeir Yann Borgnet , Philippe Batoux, Aymeric Clouet and Lionel Dodet. Koma svo ROK 😉
Nú berast þau tíðindi að austan að ungstirnið og faðir hans hafi loksins tikkað eitt stærsta ókláraða verkefni íslensks alpinisma.
Nú berast engin tíðindi af því að Albert og Benedikt leika lausum hala á Austurlandi og voru með sitthvað í sigtinu þar.
Það verður spennandi að heyra meira af þessu öllu og sjá myndir, þarna eru hlutir sem menn eru búnir að horfa á, og jafnvel spóla í, árum og áratugum saman.