Dordingull WI 5
Leið númer 1.
Lengd 50 m. Fyrsta leið rétt vestan megin við fossinn (Fossinn sjálfur er ófarinn). Leiðin liggur upp lóðrétt þil um 10-12 m og síðan upp um 20 m af WI 3 brölti. Þar tekur við 10-12 m kerti og siðan sylla. Fyrir ofan sylluna er ísþak, regnhlífl og svo annað þak þar fyrir ofan. Þegar þetta þak var klifrað fór Páll i gegnum þröngt gat og upp á brún.
FF: Páll Sveinsson, Þorvaldur Þórsson og Helgi Borg Jóhannsson i febrúar 1998.
Klifursvæði | Snæfellsnes |
Svæði | Búlandshöfði |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |