Brúnka WI 4+
Virkisjökulleið í Öræfum
Í fallhamrinum sem er á hægri hönd við hliðina á bröttu snjóbrekkunni sem allir þekkja sem hafa labbað þessa leið á Hnúkinn. Leiðin er foss sem rennur úr jöklinum upp á hamrinum svo að ísinn var dálítið brúnleitur að sjá. Þessi foss sést vel frá þjóðvegi.
Fyrst koma 55 metra sem byrja alveg lóðréttir en í miðri spönn breytist brattinn í 3 gráðu. Síðan kemur 30 metra snjóbrekka og loks 40 metrar, aftur lóðrétt í byrjun, léttist síðan heldur, en toppurinn var spúkí aftur. Við köllum þessa leið Brúnku, vegna litsins á ísnum en einnig til heiðurs hesti sem kom niður Virkisjökulleiðina af Öræfajökli fyrir um hundrað árum. (Sjá bókina hans Snævarrs). Hesturinn hét áreiðanlega Brúnka.
FF: Helgi Borg, Einar Sigurðsson & Jason Paur, 23. jan. 2000, um 125m
Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
Svæði | Virkisjökull |
Tegund | Ice Climbing |
Merkingar |