Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 19. desember!
Nú heldur gleðin þó áfram langt fram á kvöld því eftir herlegheitin efnum við til ÚTGÁFUPARTÍS FYRIR NÝTT ÁRSRIT ÍSALP! Eintök verða á svæðinu fyrir þá sem vilja fá þau glóðvolg úr prentvélunum.
Teitið um kvöldið hefst klukkan átta á efri hæð Sólon í miðbæ Reykjavíkur. Um að gera að mæta snemma til að tryggja sér brakandi ferskt ársrit og ókeypis bjór á krana. Klukkan níu verður haldið skemmtilegt pub quiz með fjallaþema!
Nokkrar nýjar leiðir hafa verið kynntar til sögunnar í Múlafjalli á undanförnum vikum og mun ÍSALP setja upp ofanvaðslínur í nokkrar leiðir. Allir ættu því að finna sér eitthvað við hæfi!
Lagt af stað klukkan 09:00 frá Select (Ártúnshöfða) fyrir þá sem vilja vera í samfloti upp að Múlafjalli.
Hvetjum við til þess að fólk sem langar að prófa sig áfram í ísklifri en vantar félaga eða einhvern búnað láti endilega sjá sig! Jólin eru hátíð allra, líka ísklifrara.
Kv, Stjórn