Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2015-2016 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2015-2016
12. desember, 2015 at 19:40
#59190
Siggi Tommi
Participant
Fór með Guðjóni Snæ og Haraldi Erni í Skálagil í Haukadal í dag 12. des ´15 í blíðskaparveðri.
Góður slurkur af ís en heldur í þynnri og kertaðri kantinum mv. oft áður.
Fórum „Fyrsta barn ársins“ og „Brasilian Gully“ hægra megin í gilinu.
Ísinn mjög harður og þurr í gaddinum (-8°C).
Vatn að seytla í báðum leiðum svo þetta er enn að byggjast upp.
Sýndist vera slatti af ís í Austurárdal þegar við keyrðum framhjá en maður sér bara í efsta hlutann af þilinu.
Vænti þess að Single Malt og co séu í bullandi líka (gleymdi að kíkja þeim megin við veginn).
Set nokkrar myndir á https://picasaweb.google.com/hraundrangi á eftir.