Mini-ísfestival?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Mini-ísfestival?

  • Höfundur
    Svör
  • #59167
    Siggi Tommi
    Participant

    Jæja, gott fólk.
    Þá er komið high-season og allt að gerast.

    Ítrekað í haust (og síðustu ár svo sem líka) hefur verið rætt um að það væri markaður fyrir mini-ísfestival í viðbót við árlegt Ísfestival í febrúar.
    Yfirbyggingin væri alveg minimal. Klúbburinn myndi bara taka saman fjöldatölur og bóka gistingu á áfangastað (fólk myndi rotta sig saman í bíla og græja eigin aðföng).
    Markmiðið væri bara að hópa þessum litlu ísklifurklíkum (og einstæðingum) saman eina helgi einhvers staðar í eina eða tvær nætur og gera gott mót.
    Það er sorglega lítið af svona atburðum á vegum Ísalp á hverjum vetri – eiginlega bara Jólaklifrið í des og svo Festivalið í febrúar.
    Álitlegir staðir fyrir mini-festival væru t.d. Haukadalur (gisting á Stóra-Vatnshorni), Grundarfjörður (gisting á farfuglaheimilinu í bænum), nú eða eitthvað aðeins lengra í burtu.
    Báðir þessir staðir eru líklegir til að vera í bullandi aðstæðum núna og ólíklegt að óveður næturinnar munu hafa mikil áhrif á það.

    Væri markaður fyrir að klúbburinn stæði fyrir svona event í desember og/eða janúar og/eða mars (ef aðstæður leyfa)?
    Aðal festivalið væri líklega að svara eftirspurninni í febrúar.

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.