Varðandi ónefndar leiðir

Home Umræður Umræður Almennt Varðandi ónefndar leiðir

  • Höfundur
    Svör
  • #58678
    Arni Stefan
    Keymaster

    Mikil vinna hefur farið í að setja inn leiðir úr ársritum og öðrum heimildum inn í gagnabanka nýju vefsíðunnar. Við þessa vinnu rákumst við á nokkuð af gömlum en ónefndum leiðum. Við gáfum okkur það bessaleyfiað gefa þessum leiðum nöfn þegar þær voru settar inn í gagnagrunninn. Flestar þeirra eru fáfarnar (gamlar ís- og snjóleiðir í Esju t.d.) en einhverjar vinsælli. Ég held að vinsælastar þeirra sem fengu nöfn séu fossarnir í Villingadal (sem er undir Skarðsheiði á síðunni) og þeir fengu nöfn úr grískri goðafræði. Ef einhver hefur „rétt“ nöfn á þessar leiðir er sjálfsagt að lagfæra það en ég held í það minnsta að nýju nöfnin séu betri en „ónefnd“, „14“, „14,25“ og „14,5“.

    Annars hvetum við fólk til að vera duglegt við að setja inn leiðir sem það veit af og sömuleiðis að setja inn myndir af leiðum, en í sumum tilfellum vantaði myndir eða þær eru óskýrar.

    Rock on, climb hard!

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.