Re: Re: Bláfjöll 2012-13

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll 2012-13 Re: Re: Bláfjöll 2012-13

#58163
0801667969
Meðlimur

Fimmtudagur 7 feb. 2013 kl: 12:30

Hér var suðaustan strekkingur í gær sem versnaði þegar á daginn leið með talsverðri snjókomu. Fórum í Skálafellið um fjögur leytið. Þar var logn og því keyrðar æfingar þar um kvöldið í frábæru veðri og færi.

Í nótt og morgun hefur sett niður mikið púður í hægri sunnan átt. Skíðafærið því ansi gott. Nú er komin hér vestan átt með gullfallegu veðri inn á milli élja.

Gallinn er sá að hún er það mikil að hún rífur púðrið úr Fjallinu með gríðarlegu kófi upp á Öxl. Þegar kófið minnkar getum við væntanlega opnað Fjallið.

Kóngsgilið verður ekki troðið vegna tímaskorts svo það ætti að verða eitthvað eftir af púðrinu, líka í troðnum leiðum.

Spáð suðaustan slagveðri með hlýindum næstu tvo daga svo það er um að gera að nota daginn.

Kv. Árni Alf.