Home › Umræður › Umræður › Almennt › Meira af afrekum ferðaþjónustunnar › Re: Re: Meira af afrekum ferðaþjónustunnar
já manni finnst eins og allir séu bara að vinna í sínu horni og að reyna að fá sem mest í vasann á „sínum“ stað.
Það er búið að leggja svo marga spurningalista og gera kannanir á ástæðu fyrir komu ferðamanna hingað.
Einhvern tíman las ég að ein stór ástæða fyrir komu fólks væri að hér væri ósnortin náttúra og fólk upplifði að það væri kannski fyrsta manneskjan að koma á viðkomandi stað.
Sú upplifun er fyrir bí ef það eru malbikaðir vegir og skúrar við helstu staði til þess að það sé hægt að skófla sem flestum á staðinn á sem stystum tíma.
Íslendingar halda líka áfram að kynna landið sitt sem ómengað og ósnortið land en eru síðan ekkert að huga að þessum málum.