Re: Re: Laus steinn í Eilífi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Laus steinn í Eilífi Re: Re: Laus steinn í Eilífi

#56715
Sissi
Moderator

Ef þú ert að tala um flöguna sem er búin að lúkka svolítið laus í áraraðir myndi ég nú ekki hrófla við henni án þess að láta einhvern með tilskilin réttindi (menn á borð við STÞ eða Stefán Steinar) taka út hvort það hefur orðið einhver breyting til hins verra.

Þetta er náttúrulega úber klassík leið og það er ákveðin hætta á að þú yrðir barinn í harðfisk ef þú gerðir einhverjar óvinsælar breytingar :)

Góð ákvörðun að geyma þetta, en spurning um að menn fari þá varlega þar til það er kominn dómur í málinu.

Sissi