Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifur II › Re: Re:Ísklifur II
Hæ
Súrt að námskeiðið skuli lenda á þessum óheppilega tíma.
Ég fór ísrúnt inn í Hvalfjörð í gær. Grafarfossinn leit ágætlega út úr fjarlægð. Lítill ís í Búahömrum, nema einna helst í Tvíburagili. Eilífsdalur mjög þurr, Einfarinn örugglega inni, kannski Tjaldsúlur en Þilið átti langt í land. Oríon var heillegur að sjá, allavega frá veginum. Múlafjall mjög þurrt, Stígandi þunnir að sjá og neðsta haftið í Rísanda íslaust með öllu. Hugsanlega heillegar línur í Leikfangalandi. Sáralítið heillegt af öðrum leiðum, líklega sökum þurrka og snjóleysis.
Enduðum í Brynjudal, n.t.t. í Þverá fyrir ofan bæinn Þrándarstaði. Neðarlega frýs áin á nokkrum stöðum, bauð upp á skemmtilegar 20-30 metra spannir, WI 3-4. Enn ofar í gilinu eru fleiri stuttar og þægilegar spannir. Giska á að þetta sé það sem þú ert að leita að? Fórum ekkert inn í Kjós, Spori hefur örugglega verið góður í gær an hefur eflaust safnað miklum snjó í dag og nótt.
Eníhú, góða skemmtun um helgina, ég skal skála fyrir þér í pottinum…
Skabbi