Re: svar: Ísfestival – myndir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestival – myndir Re: svar: Ísfestival – myndir

#53818
Skabbi
Participant

Skemmtilegar myndir gott fólk, sérlega glæsilegar hjá Ága verð ég að segja. Af SmugMug síðunni hans Ága ráfaði ég inn á myndasíðu Arnars & Berglindar. Fann þar myndir frá Mýrarhyrnunni sem ég hafði ekki áður séð, virkilega flottar myndir, enda Mýrarhyrnan stórbrotið klifursvæði.

Ég hef tekið eftir ákveðnu trendi meðal ísalpskra myndasmiða. Nebblilega að sá tími sem það tekur að koma myndum fyrir sjónir almennings er í beinu hlutfalli við heildarverð ljósmyndabúnaðar.

Ixus fólkið hraunar út myndum samdægurs, EOS 40 – 400 eftir nokkra daga. Stóru playerarnir seint, eða aldrei.

*andvarp*

Svo eru menn eins og ég sem taka aldrei myndir en rífa stöðugt kjaft….

Allez!

Skabbi