Home › Umræður › Umræður › Almennt › Lagabreytingar og stefnumótun › Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun
1. gr. Um Íslenska alpaklúbbinn og markmið hans
Íslenski alpaklúbburinn er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á sameiningu fjallamanna og vexti fjallamennsku á Íslandi.
Lykilstarfsemi Íslenska alpaklúbbsins felst í að:
– standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, svo sem festivölum, myndasýningum, fyrirlestrum og námskeiðum
– halda úti öflugum upplýsingavef sem nýtist til upplýsingamiðlunar og samskipta
– gefa út ársrit og leiðarvísa.
Hvað er óskýrt við þetta? Er þetta heftandi? Það stendur hvergi að ekki megi fara í ferðir.
„að standa fyrir fjölbreyttum viðburðum“ hlýtur að þurfa að túlka á hverjum tíma. Er stemning fyrir fjallaskíðun þá stendur stjórnin fyrir fjallaskíðaferð! o.s.frv. Ef einhvertíma enginn ís verður fyrir jól verður ekki hægt að hafa jólaklifur nema þá kannski á öðru formi t.d. þurrtólun.
Það heftir frekar komandi stjórnir að vera bundinn að því að fara í ákveðnar ferðir!
Það stendur heldur hvergi að ekki megi halda úti skálum ef það verður niðurstaðan
Palli skrifar „Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku)“
er þetta ekki það sama og:
„Leggur áherslu á sameiningu fjallamanna og vexti (á að vera vöxt) fjallamennsku á Íslandi“
vöxtur fjallamennsku verður ekki nema efling áhuga komi til!
Smári