Home › Umræður › Umræður › Almennt › Heft aðgengi að Valshamri › Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri
Hæ
Ágúst hefur talað við formann sumarhúsafélagsins í Eilífsdal. Því miður stendur til að hefta aðgengið að sumarbústaðalandinu enn frekar á næstunni, þannig að það lítur út fyrir að við hreinlega verðum að finna aðra leið að klettinum. Stjórnin ætlar að hitta hann og landeiganda (bóndan í Meðalfelli) í næstu viku.
Er þessi slóð „utan girðinga“ það slæmur að það sé ekki hægt að gera hann fólksbílafæran? Og neyðumst við þá til að trampa yfir annara manna lóðir í staðin?
Við munum að sjálfsögðu reyna til þrautar að finna lendingu á þessu máli sem allir geta sætt sig við. Við höfum fullan rétt á því að klifra í Valshamri, það er bara spurning um finna leið að klettinum í sátt við sumarbústaðaeigendur.
Í framtíðinni er ljóst að við verðum að gera okkur grein fyrir því að aðgengi að klettinum er ekki sjálfgefið þannig að umgengi um klettinn og hegðun þar verður að vera góð.
Allez!
Skabbi – Byltingarvörður í Rokkhöllinni