Já Samui er örugglega fín og vel með establiseraða skóla. En eins og ég minntist á við þig þá þekki ég bara Koh Tao. Held þetta sé bara spurning um hvort þú viljir vera á rólegum stað eða þar sem er meiri túrismi.
Man að það var mikil snilld að auk þess að borga lítið fyrir að leigja græjur og kafa, þá fengu þeir sem voru að læra ókeypis gistingu. Ég naut góðs af því þar sem frúin mín á þeim tíma tók námskeið.
En ég verð nú samt að segja að þú skalt ekkert gera þér miklar vonir um massífa kennslu eða stranga kennara. Fer kannski eftir því hvernig fólk lítur á það. Sumir eru að fíla það í botn að námið er aðvelt og kennarinn fer jafnvel út þegar bóklega prófið er tekið. Hálfgert kókópuffspróf held ég (PADI-puffs). En á móti kemur að köfun við þessar aðstæður þarna úti er hvort eð er eins lítið krefjandi og frekast getur verið.
Fátt kemur í staðin fyrir að læra hér heima, en það er náttlega margfallt dýrara. Auk þess eru flestir sem læra á sólarströnd að hugsa um sólarstrandarkafanir hvort sem er svo það er bara í fínu lagi.
Ef ef fólk er á annað borð á stað þar sem hægt er að læra að kafa þá er eiginlega bara bjánaskapur að gera það ekki.
Have fun dude!!