Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður á Tröllaskaga › Re: svar: Aðstæður á Tröllaskaga
![](http://www.isalp.is/wp-content/plugins/a3-lazy-load/assets/images/lazy_placeholder.gif)
Sælir félagar
Jökull, hvar er verið að vinna í leiðum, er þetta í Stólnum/klettunum upp af Másstöum?
Þegar ég var fyrir norðan um páskana sl. þá horfðum við félagarnir niður í klettagilið þar sem Þveráin fellur ekki skammt frá bænum Þverá og sáum nokkrar potential stífar mixleiðir sem og möguleika á sport klettaleiðum. Gaman að heyra að af þessari framtaksemi!
Fyrir þá sem hafa ekki reynt með sér og Svarfaðar-/Skíðadal þá eru nánast óþrjótandi möguleikar á frábæru klifri, allt frá stuttri aðkomu í auðveldar- og stífar leiðir; sem og í langar alpaleiðir. Ég hef gjörsamlega heillast af fjallinu Búrfellshyrnu, formfogur NV-hliðin með áberandi giljaleiðir upp á ~800m. frá gilsmynni. Alvarleikinn aldrei of fjarri því frá topp hryggnum er niðurleiðin ávallt krefjandi, snjóflóðahætta ofl. (http://gallery.askur.org/album534/BurfellshyrnaTopo).
Hlakka til að sjá myndir frá þessum leiðum!
Óska Ísölpurum alls hins besta á komandi ári og þakka fyrir það sem er að líða.
Bestu kveðjur frá ensku flatlendi!
Halli Guðm.