Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › tilkynningarskyldan! -aðstæður › Re: Fjallasigur kanínunnar
17. desember, 2006 at 21:17
#50841
Skabbi
Participant
Hæ
Við Robbi fórum Oríon áðan. Hann er trúlega jafnlangur og áður. Klifrið var…spes. Allsstaðar þar sem bratti var ekki of mikill voru þykkir bunkar af sykurkendum snjó/ís (snís?) -viðbjóði sem lítið hald var í. Það fór lítið fyrir mjúkísnum hans Ívars en þeim mun meira af skafís. Efst í leiðinni er hengja sem við tróðumst í gegnum, maður var eins og kanína að koma uppúr holu í lokin.
Robbi tók e-r myndir, hann deilir þeim sjálfsagt með okkur þegar fram líða stundir.
Allez!
Skabbi – ennþá með hjartað í buxunum…