Re: Fjallasigur kanínunnar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur tilkynningarskyldan! -aðstæður Re: Fjallasigur kanínunnar

#50841
Skabbi
Participant

Við Robbi fórum Oríon áðan. Hann er trúlega jafnlangur og áður. Klifrið var…spes. Allsstaðar þar sem bratti var ekki of mikill voru þykkir bunkar af sykurkendum snjó/ís (snís?) -viðbjóði sem lítið hald var í. Það fór lítið fyrir mjúkísnum hans Ívars en þeim mun meira af skafís. Efst í leiðinni er hengja sem við tróðumst í gegnum, maður var eins og kanína að koma uppúr holu í lokin.

Robbi tók e-r myndir, hann deilir þeim sjálfsagt með okkur þegar fram líða stundir.

Allez!

Skabbi – ennþá með hjartað í buxunum…