Re: svar: No more fjallaskíðabindingar

Home Umræður Umræður Skíði og bretti No more fjallaskíðabindingar Re: svar: No more fjallaskíðabindingar

#49596
0704685149
Meðlimur

Góður punktur, Ívar, sem efalaust margir pæla í.
Þetta hentar þér e.t.v. ekki en er kannski lausn fyrir þá sem eiga í dag svigskíði og fara eina eða tvær toppaskíðaferðir á ári. Þá er þetta auðvita lausn sem getur komið til greina í stað þess að sleppa ferðinni því maður hefur enn ekki komist yfir fjallaskíða- eða telemarkskíðabúnað.

Ef til vill búnaður til að kveikja í mönnum til að fara að skinna upp fjöll og skíða niður.
Veit um aðila sem þrömmuðu á svigskíðasmelluklossunum upp á fjöll og báru svigskíðin á bakinu …aðeins til að fá góða bunu niður. Má vera vitlaust að sumu leiti. En þó betra og viturlegra en ég núna, að hanga hér við tölvuna og skrifast á við þegar það snjóar og snjóar hér á Akureyr….er farinn á skíði…en aðeins meira…

Var bara að benda á búnaðaflóruna sem er til.

Menn fara á fjöll á ýmsum forsendum. Það að fara hratt yfir og léttur hentar einum en næsti maður vill hafa það öðruvísi.
Ekki ætla ég að dæma hvað hentar þér eða öðrum. Né hvað sé rétti ferðamátinn, treysti bara á að menn dæmi útfrá sér, sinni reynslu og sínum forsendum til að fara á fjöll í öllum þeim formum sem þau eru til í og með þá tækni í fararteskinu sem þeir vija. Hvort sem það er að klifra upp fjallið, ganga á það, skinna upp á skíðum. Síðan er það niðurleiðin og oftar en ekki eru einnig margir kostir í boði í þar.
Sumum er alveg sama hvernig farið er upp á fjallið og hve fljótir þeir eru, því í þeirra fjallamennsku er t.d. það bara spurningin hvernig þeir fara niður eða eitthvað annað.

Er það ekki fjallamennska líka?
Er það kannski ekki rétta fjallamennskan?

Bassi