Smá sögulegur bakgrunur inn í annars fróðlega umræðu. Í gegnum tíðina hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn oft boðist til þess að kosta boltun á auðveldum leiðum á Hnappavöllum. Ég hef nokkrum sinnum rætt þetta við Björn Baldursson og minnst á þetta við Stefán Smárason og nokkra aðra áhugasama klifrara. Gott ef ekki var einhvertímann fest kaup á nokkrum boltum og augum í þessum tilgangi. Ekkert hefur en orðið úr þessum áformum af vel skiljanlegum ástæðum þar sem áhugi manna liggur í klifurleiðum sem eru í þeirra eigin getu.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru í mjög góðu sambandi við Hnappavallabændur og höfum við haft samráð við þá frá því að við fórum fyrst með námskeið á Hnappavelli 1997.
Þar sem fjallamennska er einn af hornsteinum í tilveru Íslenskra fjallaleiðsögumanna erum við að sjálfsögðu opnir til umræðu um þetta mál sem önnur.
Kveðja Leifur Örn Svavarsson, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum