Re: svar: Eilífsdalur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur Re: svar: Eilífsdalur

#49032
Robbi
Participant

Þess má geta að bóndakonan á bænum tók okkur á tal. Hún sagði að okkur ísklifrurunum væri guðvelkomið að leggja við bæinn hennar. Keyrt er inn í hlaðið hjá bænum og síðan í gegnum eitt hlið. Þaðan niður að útihúsi. Hún sagði að ekki væri ráðlagt að geyma bílinn þar því þar ganga hestar lausir, heldur ætti maður að opna líka næsta hlið og fara alveg upp að útihúsinu og loka á eftir sér því þar eru engir hestar. Þeir eiga það til að tyggja bílana ;)
Robbi