Home › Umræður › Umræður › Almennt › Hvað er eiginlega með myndirnar? › Re: svar: Hvað er eiginlega með myndirnar?
„Til dæmis á ég fullt af flottum telemark myndum en enginn hefur spurt mig um þær.“
Vááá þetta fer í Hall of fame umræðnanna rétt á eftir því þegar að Sigurlín Eydal (aka Hardcore) og Hjalti Rafn kváðust á hérna á vefnum eftir Telemark festivalið 2002.
Til að taka af allan vafa þá voru menn ekki dregnir í dilka og bara sumir dilkar spurðir hvort þeir mættu láta myndir eða tvær, heldur allir sem einn.
Það er sælla að gefa en að þyggja og ennþá sælla að hafa frumkvæðið að því en hitt.
Koma svo einn, tveir og tuttugu allir að setja inn myndir í síður félaga, sérstaklega ef þeir eiga ógeðslega flottar telemarkmyndir af „puddertur, toptur, norskum vöflum eða elgspulsum“ eða hvernig sem norskir segja það.
Svo mörg voru nú þau orð…
Einn af fjöldanum sem skipar vefnefnd og ávallt í metalfíling hvort sem Steppo er með eða ekki.