Re: Leiðarvísar á netið.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Leiðavísir komin í póst Re: Leiðarvísar á netið.

#48950
Siggi Tommi
Participant

En ég er alveg sammála því að það ætti að taka þetta í gegn því það er til fróðleikur um þetta ansi víða (blöðum og í hausum ýmissa) en þarf að safna saman.

Hefur vefnefnd eitthvað íhugað hvernig umhverfi væri hentugt fyrir svona leiðarvísakerfi?
Erlendar klifursíður eru með misgáfuleg kerfi, oft með möguleika fyrir fólk (aðra en þá sem hafa skráð leiðirnar) til að gefa þeim einkunn og fleira.
Margt hægt í stöðunni en gæti verið maus að útbúa á þægilegan hátt.

PS Það hefur nú ekki mikið sést til gamalla leiðarvísa af t.d. Pöstinni, Gerðubergi og fleirum þannig að ég held að allar upplýsingar sem settar eru á netið til afnota fyrir fólk á aðgengilegan hátt séu af hinu góða. Hugsanlega eru til lýsingar á einstökum leiðum í ársritum en ekki heildstætt safn um svæðin (eða hvað?).