Re: svar: Hvítasunnuhelgin

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hvítasunnuhelgin Re: svar: Hvítasunnuhelgin

#48747
Siggi Tommi
Participant

Var á ferð með nokkrum úr HSSR (Robbi og Danni) og skátum úr Garðabæ og Reykjavík, 14 manns í það heila og vorum við með Akureyri sem miðstöð, gistum í skátaheimilinu og í Húsabrekku austan bæjarins.

Ég fór einmitt í Munkann á laugardeginum og það var algjör snilld. Við Elmar bröltum mest af fólkinu á staðnum, tókum Sófus og Stóru mistökin til að byrja með. Tókum svo á því í Vígaglúmi, Karlinum í brúnni og Sykurmola auk smá dótaklifurs vestar í gilinu. Er einhver með gráðu á Sykurmola? Byrjunin var fáránlega erfið og bailuðum við á henni en ég giska á að klifrið ofan við fyrsta bolta sé 5.9-10 ca.

Skelltum okkur svo í 5 manna brölt á Hraundranga á sunnudag og var það ekkert nema unaður, þó ekki hafi það verið mikið „kletta“ í því klifri frekar en fyrri daginn. :) Skyggni ágætt og rjómablíða allan tímann (pínu gustur á köflum á toppinum).

Ætlaði svo að fara aftur í Munkann á mánudaginn en Elmar bailaði á mér, því hann nennti ekki að vakna. Svona eru þessir plastklifrarar, þola ekki smá morgunsyfju… múhahha Fór því bara í sund í staðinn.

Góð helgi samt. Mæti hress á Hnappavelli eftir 2 vikur vonandi.