Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Stífir leðurskór. › Re: svar: Stífir leðurskór.
Vil nú ekki viðkenna það. Það er hins vegar alveg ljóst að ef ég mæti get ég ekki látið sjá mig á plastbúnaði sem ég kann ekkert á. Sem dæmi um vankunnáttuna á því sviði þá lagði ég á mig að keyra norður í land um helgina til þess eins að spyrja norðlending (Böbbi held ég að maðurinn heiti) hvernig ætti að festa gormana aftan á plastskóna. Þetta gerðist eftir táin á leðurskónum og skíðið fóru á eigin vegum niður Hlíðarfjall. Þetta sýnir hversu langt ég er komin í þessari plastmenningu.
P.S.I Hef nú aldrei komið í Hlíðarfjall áður en til að fyrirbyggja misskilning var ég EKKI að kanna aðstæður fyrir festivalið.
P.S. II. Stefán fyrrv. formaður var þarna á svæðinu og var með einhver comment á stílinn sem ég notaði. Þóttu honum aðfarirnar furðulegar. Mæli því með að tekin verði upp liður í mótinu þar sem keppt verður um afkáralegasta stílinn.
Kv. Árni Alf.