Re: svar: Það er nú svo

Home Umræður Umræður Almennt Nú sárnar gömlum ÍSALP´ara Re: svar: Það er nú svo

#48320
Anonymous
Inactive

Þarna hefur þú rangt fyrir þér Ívar. Ég man eftir þegar Glymsgilið var að klifrast vissu allir af því og menn kepptust um að frumfara leiðir og það var mjög skemmtilegur tími. Þegar farið var fyrst í Köldukinnina var strax sagt frá því og einnig í Haukadalinn og ég gæti talið mjög lengi hér svæði sem hafa orðið mjög vinsæl VEGNA ÞESS AÐ sá sem fann það fyrst sagði frá því og allir fóru að keppast við að komast sem flestar leiðir. Þannig skapast skemmtilegt andrúmsloft sem er til uppdráttar í klifurheiminum. Samkeppni hefur aldrei skaðað þá sem eru sterkir og með sjálfstraust. Ég veit að ykkur vantar alls ekki styrk en hvað með annað vantar það?? :) :) Ég get nefnt nokkur svæði sem menn hafa pukrað með:Hestgilið( ekki þú Ívar), og afmörkuð klifursvæði norðan í Skarðsheiðinni sem hvorki urðu fugl né fiskur vegna þess að menn voru að pukrast með það.
Klifurkveðjur Olli