Re: Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn…

Home Umræður Umræður Almennt Meðlimur af ISALP Re: Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn…

#48119
Jón Haukur
Participant

Er ekki málið að að kókópuffs kynslóðin nöldri nú aðeins yfir afskiptu hlutskipti sínu í lífinu. Reynslan er nú sú að þeir sem fá mest út úr félagsstarfi eru þeir sem að standa að því en ekki þeir sem hanga með hendur í skauti og bíða eftir skiplagðri kókópuffsferð í nostalgíulandi. Ergo, ef einhverjum finnst vanta upp á starf félagsins þá á viðkomandi að standa fyrir umbótum í stað þess að nöldra í horninu og viti menn það gæti orðið til þess að gleðja einhver fleiri lítil hjörtu.

En hvað um það auðvitað eiga allir að vera aðilar að klúbb eins og ísalp ef þeir telja til sig í fullri alvöru til áhugamanna um sportið. Þrátt fyrir að formlegur eða sálrænn hagnaður af slíkri aðild sé ekki beinlínis upp á borðinu við fyrstu skoðun þá er það engu að síður móralskt mál að sína félagslegan þroska og styðja þó þá viðleitni sem er til að halda félagsstarfinu gangandi.

Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

Ergo aftur, sýndu nú félagslegan þroska og dr.. þér í klúbbinn og þá geturðu farið að nöldra af fullum krafti og jafnvel gert eitthvað í málinu sjálfur

arg… jh