Re: svar: Bouldergráður

#48108
2510815149
Meðlimur

Fyrir mér þá er þetta gráðunarmál aðeins flóknara en að setjast niður, ákveða gráðunarkerfi og byrja gráða.

Ef við viljum ekki enda með e-d gjörsamlega spastískt ALíslenskt kerfi þá þarf að gefa þessu talsverðan tíma. Þeir sem hafa verið að bouldera hvað mest erlendis af meðlimum klúbbsins hafa nú verið að þreyfa fyrir sér með gráðanir á því sem þeir hafa verið að gera hér heima. Eðlilegast þætti mér að þetta myndi gerast svona, smátt og smátt, upp kæmi einn og einn probbi sem væri gráðaður og með tímanum væru menn farnir að átta sig á þessu.
Hvort á að nota franska kerfið eða USA þá þætti mér eðlilegra að nota franska þar sem mun algengara er að menn fari til evrópu að príla og eru því meiri líkur á að kerfið yrði nokkuð samhliða á milli landa.

Þetta með að þurfa að gráða til að menn nenni að klifra og að boulder verði e-d viðurkennt þinglýst klettaklifur finnst mér vera ALGER krapi og ekki skipta nokkru máli. Fyrir mér er þetta allt sama dótið og það þarf engar gráður til að hafa gaman af þessu.