Daginn.
Það er hið besta mál að umræða um Ísalpskálana sé komin á skrið og að nú fari loksins eitthvað að gerast í þessum málum.
Það er algjörlega óviðunandi að ekki sé greitt fyrir gistingu. Ef innkoman er engin verður viðhaldið ekkert. Eina vitið er að læsa Tindfjallaskálanum og hafa svipað fyrirkomulag á þessu eins og t.d. Jörfí – að menn sæki lykil til umsjónarmanns og greiði fyrir gistinguna þegar lyklinum er skilað. Innkoman færi svo í viðhald og uppbyggingu. Því meiri innkoma – því betri skáli.
Stjórnin hefur átt viðræður við Landsbjörgu um þessi mál og þeir ætla að senda póst á björgunar- og hjálparsveitir og vekja athygli á málinu.
Þónokkrir Ísalparar hafa boðist til að leggja fram starfskrafta sína við að ráðast í viðhaldsverkefni og það er stórfínt mál. Nú þarf að útvega fjármagn og ráðast í framkvæmdina. Ákveða vinnuhelgi og klára málið.
Umræðan hefur að mestu snúist um Tindfjöll og Bratti staðið í skugganum og mikilvægt að hann gleymist ekki.
Kveðja
Halldór formaður