Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hvað er versta klifurráð sem þið hafið fengið?

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47577
    Sissi
    Moderator

    Ég rakst á þennan drepfyndna þráð hjá Alpinist með verstu klifurráðum sem menn hafa heyrt.

    Þeir eru t.d. með:
    Beginner: „I’m new to climbing, how thick of a rope do I need?“
    Clerk: „You need at least a 10.5mm.“
    Beginner: „Why not one of these 9.8s?“
    Clerk: „Because anything smaller than 10.5mm will break.“)

    Nokkrir hlutir koma til hugar, sumir eru nú reyndar bara helvíti góð ráð en kannski ekki þegar maður hangir á einhverjum crimper og veit ekkert hvað maður á að gera.

    „Klifraðu hratt svo þú verðir ekki þreyttur“
    „Hækkaðu lappirnar“
    „Ég þarf ekki hjálm, ég er með þykka húfu“
    „Passaðu að gránda ekki“

    Nú þið.

    isalp_cartoon.jpg

    #56773
    Björk
    Participant

    hehe kíkti nú við í Raufarhólshelli á laugardaginn og þar stendur á upplýsingaskilti um öryggi áður en haldið er inní hellinn „Verið með hjálm eða þykka húfu“ !

    #56776
    Siggi Tommi
    Participant

    Í sportklifurtúr í heitari löndum heyrðist eitt sinn eitthvað í þessa veruna:
    Q: „Ég kemst ekki hærra og finn engin grip, hvað á ég að gera?“
    A: „Bara UPP!“

    #56777
    0801667969
    Meðlimur

    Tengt þessu:

    Í kjölfar banaslyss, þegar íshellir hrundi í Hrafntinnuskeri 2006, var sett upp skilti við íshelli í Sólheimajökli. Skiltið sem var neon gult, virkaði eins og mykjuskán á mýflugur og dró alla gesti svæðisins að sér. Ekki nóg með það heldur æddu heilu rútufarmarnir þarna inn og létu mynda sig. Kannski ekki að furða enda stóð á skiltinu :

    “ Beware of falling ice“.

    Útlendingarnir skildu þetta eðlilega sem svo að óhætt væri að vera þarna inni. Fólk ætti bara að hafa augun hjá sér og hlaupa út ef eitthvað byrjaði að hrynja. Verst hvað þetta gerist hratt í raunveruleikanum.

    Kv. Árni Alf.

    #56778
    AB
    Participant

    Versta ráð sem ég hef fengið: „Kauptu alltaf minnstu klifurtúttur sem þú getur mögulega troðið þér ofan í. Það er nauðsynlegt svo þú getir notað allra minnstu fótstigin.“

    Ég tók þessu sem heilögum sannleik. Ég man eftir að hafa setið fyrir framan sjónvarpið, vælandi, í örvæntingarfullri tilraun til að víkka út Boreal nr 37,5. Þá blóðgaði ég mig nánast í ónefndri útivistarverslun þegar ég reyndi að komast í túttur nr 37 — það hefði verið mikil sigur hefði það tekist. Ég nota venjulega skó nr 42.

    Ég gleymdi að taka með í reikninginn að engar klifurleiðir sem ég myndi nokkurn tíma klifra væru með svo agnarsmá fótstig að þessar fótapyndingar myndu gera gæfumuninn.

    AB

    #56779
    0808794749
    Meðlimur

    Klassísk þessi tútturáð.
    Mér finnst eins og annar hver klifurtúttueigandi hafi byrjað ferilinn á að kaupa allt þær í allt of litlu númeri.

    Stelpa, byrjandi í klifri: Ég kemst ekki lengra. Get ekki…
    Gaur á jafnsléttu: Hífðu þig bara upp!

    #56780
    Ólafur
    Participant

    Þessu tengt: Ég var einu sinni fyrir margt löngu í Stardal og mætti þar þremur piltum í klifurhugleiðingum. Þeir voru með eftirfarandi útbúnað: Línu, eitt belti, tvo langa slinga, tvær karabínur og stóran skiptilykil. Skiptilykillin átti, að ég held, að notast sem trygging. Veit ekki hver ráðlagði þeim…

    #56793
    1811843029
    Meðlimur

    Í gamla daga notuðu menn víst rær með bandi sem hnetur. Þá lægi beinast við að hafa með sér skiptilykil fyrir það verkfæri sem hnetulykill er nú til dags….

    #56802
    gulli
    Participant

    Jósef Sigurðsson í Vatnsdalnum fyrr í sumar að leiðbeina e-m í miðri leið hvar næsta grip væri:

    „Já til vinstri, þarna, nei lengra, já einmitt, þarna. Þarna er EKKERT!“

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.