Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísaðstæður yfir hátíðarnar
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
19. desember, 2010 at 16:41 #47558SkabbiParticipant
Hæ
Sex vaskir sveinar héldu inn í Eilífsdal í gær í félagsklifur Ísalp fyrir jólin. Þar sem norðanbál gekk yfir suðvesturland um nóttina og hífandi rok var enn uppá Kjalarnesi vorum við mátulega bjartsýnir um notarlegheit í Dalnum.
Það reyndist engin ástæða til að óttast veðrið, enda var rjómablíða í Eilífsdal, logn og vægt frost. Nægur ís virtist í flestum leiðum þó svo að einhverjar væru í þynnri kantinum.
Úr varð að þrír fóru í Einfarann og þrír í Miðsúluna. Allir höfðu gaman af, að því að talið er.
Það er fimbulkuldi framundan og margir komnir í jólafrí. Það væri gaman að fá fréttir af aðstæðum annarsstaðar frá og nýlegar hetjudáðir aðrar.
Allez!
Skabbi [img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/P1020013_eilifs1.JPG[/img]
21. desember, 2010 at 19:01 #55981Björgvin HilmarssonParticipantFleiri myndir úr ferðnni? Flott að sjá svæðið svona snjólaust.
23. desember, 2010 at 08:33 #55992Siggi TommiParticipantÉg frétti að Eyjafjöllin væru í aðstæðum í byrjun vikunnar en sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Einhver sem getur staðfest?Svo sýndist mér vera orðið vel klifurhæft í Tvíburagili þegar ég rýndi þangað með kíki um helgina.
23. desember, 2010 at 13:12 #55994SkabbiParticipantBjörgvin Hilmarsson wrote:
Quote:Fleiri myndir úr ferðnni? Flott að sjá svæðið svona snjólaust.23. desember, 2010 at 13:31 #559952607683019MeðlimurÞað er búið að vera óvenjumikið frost í Öræfum eins og annars staðar og fullt af ís. Samt er ekki allt í aðstæðum, það er búið að vera svo þurrt með frostinu.
26. desember, 2010 at 10:52 #55998JokullMeðlimurNýjar og glóðvolgar myndir úr Kinn
http://www.facebook.com/pages/Icebjorg/213976989301#!/album.php?aid=257684&id=21397698930128. desember, 2010 at 16:03 #56020Freyr IngiParticipanttöff stöff!
Hefur einhver verið á ferð í nágrenni Búahamra núna nýlega?
F.
28. desember, 2010 at 18:50 #56023JokullMeðlimurReyni að vera með og “pósta“ því sem ég finn
Hér eru nýjustu myndir úr Kinn, eða frá því í dag að ég held
http://www.facebook.com/#!/album.php?fbid=480176549301&id=213976989301&aid=25896729. desember, 2010 at 19:19 #560342806763069MeðlimurFínn ís í Villingadal. Vatn í miðjum fossunum en hægt að fara til hliðar við strauminn.
Takið bara með skíðastaf fyrir labbað inn dalinn.
kv.
Ívar29. desember, 2010 at 19:26 #56035Gummi StParticipantsnilld, það væri gaman að fá smá klifur áður en árinu lýkur… Það er samt svo hlýtt orðið að það er spurning hvort þetta verði nýja trendið: http://forums.climbing.com/photopost/showphoto.php/photo/6799
29. desember, 2010 at 20:17 #56037Freyr IngiParticipantEf svo reynist þarf maður nú alvarlega að endurskoða valið á klifurfélögum.
29. desember, 2010 at 21:29 #560390111823999MeðlimurEr ég búin að vera að missa af einhverju og er þetta nýja ‘pornið’…
Hvað fær fólk annars út í svona hluti?30. desember, 2010 at 11:46 #56049ABParticipantFreyr Ingi Björnsson wrote:
Quote:Ef svo reynist þarf maður nú alvarlega að endurskoða valið á klifurfélögum.Mig langaði hvort sem er ekkert að klifra meira með þér.
AB
30. desember, 2010 at 15:39 #56054SkabbiParticipantÉg bíð eftir konudags klifrinu…
Skabbi
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.