Herðubreið

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Herðubreið

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47517
    Karl
    Participant

    Nú er vegurinn að uppgöngunni á Herðubreið orðinn snjólaus en jafnframt er fínn snjór á fjallinu, alveg niður að flatlendi.
    Kjöraðstæður til að skíða þessa sparibrekku.
    Það virðast samantekin ráð að banna akstur um vegina, þrátt fyrir að þeir séu orðnir rykþurrir og gerðir úr frostfríu efni og þar sé aldrei aurbleyta…..
    Helvíti hart að bannað sé að fara Þurran ÞjóðvegÞjóðarfjalli í Þjóðgarði þegar færið er best.

    Það leit einnig vel út með skíðafæri í Öskju og Kverkfjöllum. Fjöllin eru alhvít en hraunin og vegurinn rykþurr. Sennilega bætir í snjóinn í fjöllunum í vikunni en ólíklegt að snjói neðan 600m

    Sést þokkalega á þessari mynd frá í gær:
    http://rapidfire.sci.gsfc.nasa.gov/subsets/index2.php?project=firms&subset=Iceland.2011155.terra.721.250m

    Spurning hvort vegagerðarmaðurinn sem gaf út þetta kort hafi verið að jappla á sveppum af e-h umferðareyjunni við Sæbrautina.. http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.pdf
    En kanski er þetta hluti af opinberri velferð að forða mönnum frá að skrölta á rykþurrum þvottabrettum í Ódáðahrauni í júní….

    #56744
    0808794749
    Meðlimur

    Hvað með ösku?
    Sleppur maður við slík leiðindi á Herðubreið?

    #56747
    Karl
    Participant

    Ég veit ekki um öskuna þar sem töluvert hefur snjóað eftir gos.
    Það var tam nær ekkert öskufall í Mývatnssveit

    #56748
    Smári
    Participant

    Veit nokkur hvenær vegurinn verður hugsanlega opnaður?

    Smári

    #56749
    Sissi
    Moderator
    #56750
    Karl
    Participant

    Yfirleitt er orðið vel fært í Herðubreiðarlindir í mai. Leiðin er alfarið á frostfríu efni og því aldrei aurbleyta eða hætta á vegarskemmdum.
    Vegurinn er töluvert niðurgrafinn sitt hvoru megin við Tumba og þar sitja skaflar stundum fram í júní (eru farnir núna).
    Lokun vegarins um Herðubreiðarlindir er því ekki til að koma í veg fyrir drulluakstur og í því ljósi engin ástæða til að virða lokanir. Hinsvegar er lokuninn til að koma í veg fyrir að e-h sauðir aki utanvegar til að forðast skafla og þó fyrst og fremst til að styggja ekki heiðagæsarvarp í Herðubreiðarlindum. Það er hinsvegar hægt að aka að Herðubreið frá Möðrudal án þess að styggja þessa bleikfættu vargfugla.
    Þankagangur Vegagerðarinnar er að setja akstursbann á allann veginn þangað til þeir dratthalast til að ryðja snjóinn af veginum í Öskjuop.

    Samtök Útivistarfélaga SAMÚT eru að vinna að því að fá þessum umferðartakmörkunum breytt í átt að almennri skynsemi.

    #56752
    Sissi
    Moderator

    Annars er svo mikið vor hérna í Reykjavík að í gærkvöldi sýndist mér vera eitthvað af nýjum ís í Ísþilinu (leið #41)og það skóf fram af Virkinu (séð frá horni því er við Þverfell er kennt).

    Er þetta spurning um að fara að dusta rykið af ísklifurdótinu og búa sig undir gott skíðasumar?

    #56753
    Gummi St
    Participant

    Sissi, eigum við ekki bara að athuga hvort Þilið nái ekki niður?

    #56754
    Sissi
    Moderator

    Er það ekki alltof létt fyrir okkur?

    #56756
    Gummi St
    Participant

    Ekki þegar ég er í bláa beltinu sem þú heldur svo mikið uppá

    #56783
    Karl
    Participant

    Nægur snjór á Herðubreið. Nýr snjór yfir allri ösku en nýi snjórinn helvíti gljúpur og betra að hafa sæmilegar kringlur á stöfunum. Nýlegt snjóflóð sem fór yfir veginn að uppgöngunni. Fínn skíðasnjór í Öskju og Löngufönn.

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.