- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
16. nóvember, 2009 at 13:56 #47493valdimarMeðlimur
Sælir og sælar.
Ég her verið að velta einu fyrir mér:
Af hverju er ísland ekki meðlimur í IFSC og UIIA bandalög?Það myndi auðvelda þrógun fjallamenskunar, ísklifurs og klettaklifurs hér á klakanum svo míkið.
Hvað hafa menn að segja?
Valdi.
16. nóvember, 2009 at 14:36 #54697KarlParticipantFyrir margt löngu gekk ÍSALP í UIAA. Þetta var gert sérstaklega til að auðvelda Rip, Rap og Rup leyfismál v/Everestfarar.
Skömmu seinna hækkaði UIAA árgjaldið verulega og þá var ákveðið að hætta þessum greiðslum. Það var e-h tíman íhugað að ganga í samtökin aftur en þá vorum við rukkaðir fyrir mörg „ógreidd“ árgjöld og þar með var málið dautt.Núverandi stjórn getur kannað hvað þetta kostar í dag.
16. nóvember, 2009 at 14:50 #54698Páll SveinssonParticipantÞað var í mynni tíð sem var gengið inn og örugglega líka út.
Kalli man þetta örugglega rétt. Þetta er vegna kostnaðar og ávinnings sem var talinn lítill.Umræðan var einna helst varðandi þáttöku klettaklifurmúsana í klifurkeppnum.
Um að gera að kanna hver staðan er í dag.
kv.
Palli16. nóvember, 2009 at 17:55 #54702HrappurMeðlimurJá Kalli minn, við komust að því að Ísalp hefði hætt að borga í UIIEFFSSK hérna um árið 1999 þegar við fórum við fjórða mann á HM í klifri í Birmingham og komumst að því þegar á staðinn var komið að við mættum horfa á!
p.s. Strákarnir fengu taugaáfall á UMFÓ að bíða eftir því að ég kæmi frá þér!
17. nóvember, 2009 at 07:22 #547040703784699MeðlimurÞessi umræða minnir mig bara á títtnefndan samningamann ríkisins sem kom heim með skottið á milli lappanna fyrr á árinu.
Legg til að núverandi stjórn kanna hvort að við getum ekki borgað eftir stærð lands og klúbbs. Óþarfi að við borgum það sama og AAC fyrir að vera í UIAA enda 100 sinnum stærra land og eflaust með 1000 sinnum fleiri meðlimi.
Annars hvað fæst annað úr því en aðgangur að keppnum og tindaleyfi?
Himmi
17. nóvember, 2009 at 08:45 #54707KarlParticipantGúgglaði snöggvast gjalskrá UIAA. -Virðist vera ættuð frá Teheran 2008 og árgjald 300 manna klúbbs 1.100 CHF
Fyrir áratug minnir mig að áðildargjaldið hafi verið uþb 20% árgjalda sem þótti of mikið. Minnir að lægsta gjald hafi verið fyrir allt að 1000 meðlima klúbba en er nú 300. -og Himmi, þetta var einfaldlega gjaldskrá og var ekki umsemjanleg. Öfugt við Icesave þá áttum við val um að vera með eða ekki….
17. nóvember, 2009 at 10:46 #54708BjörkParticipantSæl
Verð að viðurkenna að ég hef ekki pælt í því að Ísalp verði aðili að slíkum samtökum.Spyr því, hver er ávinningurinn að vera í svona samtökum?
valdimar björnson wrote:
Quote:Það myndi auðvelda þrógun fjallamenskunar, ísklifurs og klettaklifurs hér á klakanum svo míkið.Núverandi árgjald er um 130.000 ISK kr.
En um að gera að skoða þetta.
17. nóvember, 2009 at 11:08 #547090703784699MeðlimurEru ekki vel á 200 manns í Ísalp?
Þetta væri þá undir 1.000 kr hækkun á félaga, sem mætti réttlæta ef eitthvað fengist fyrir inngöngu.
Ekki hefur það plagað mig að vera ekki í þessum samtökum, en ef það stoppar að við séum að keppa á alþjóðamótum að þá finnst mér rétt að skoða það fyrir okkar topp fólk.
Væri gaman að fá útlistun á því hvað fæst með inngöngu.
Held samt að það væri skynsamlegt að senda inn umsókn og reyna að fá að greiða í hlutfalli við stærð klúbbsins og lands. Það kostar vonandi ekkert að fara í aðildarviðræður, annað en hægt er að segja um önnur klíkubandalög sem verið er að sækja um í þessa dagana.
kv.Himmi
17. nóvember, 2009 at 12:08 #54710HrappurMeðlimurBjörk skrifar: „Sæl
Verð að viðurkenna að ég hef ekki pælt í því að Ísalp verði aðili að slíkum samtökum.Spyr því, hver er ávinningurinn að vera í svona samtökum?“
Ja ég veit ekki með önnur lönd en hér í Belgíu þarf maður t.d að vera skráður meðlimur í klifur klúbb sem viðurkenndur er af UIAA til að klifra í öllum klettum landsins. Mig grunar að þessu sé eins farið á mörgum öðrum stöðum (Frakklandi, Spáni, Þýskalandi) og þó fáir hafi lent í því að vera vísað burt af svæðum þá gæti það gerst. (og hefur komið fyrir mig)
kv. Slappur.
17. nóvember, 2009 at 12:33 #547110503664729ParticipantSpurning hvenær Hnappavallalöggan fer að gera kröfu um að menn veifi UIAA stimpli þegar þeir gera sig líklega til klifurs.
Kannski þegar Ísland er komið í EU.17. nóvember, 2009 at 13:01 #54712BjörkParticipantHrappur Steinn Magnússon wrote:
Quote:Ja ég veit ekki með önnur lönd en hér í Belgíu þarf maður t.d að vera skráður meðlimur í klifur klúbb sem viðurkenndur er af UIAA til að klifra í öllum klettum landsins.kv. Slappur.
Hver eru rökin fyrir því að maður verði að vera meðlimur klúbbi í UIAA til að mega klifra?
17. nóvember, 2009 at 13:10 #547130808794749Meðlimuref að þetta er helst spurning um leyfi til að taka þátt í klifurkeppnum erlendis, væri þá ekki eðlilegast að Klifurfélag Reykjavíkur væri meðlimur?
17. nóvember, 2009 at 13:37 #54714HrappurMeðlimurBjörk Hauksdóttir wrote:
Quote:Hrappur Steinn Magnússon wrote:Quote:Ja ég veit ekki með önnur lönd en hér í Belgíu þarf maður t.d að vera skráður meðlimur í klifur klúbb sem viðurkenndur er af UIAA til að klifra í öllum klettum landsins.kv. Slappur.
Hver eru rökin fyrir því að maður verði að vera meðlimur klúbbi í UIAA til að mega klifra?
Ja maður getur svo sem gengið í klifurklúbb hvers lands fyrir sig. 65 evrur á ári hér í Belgíu. Eða ef klúburinn manns er aðili að UIAA þá greiða menn bara í sinn klúbb.
Þetta hefur með aðgangs og tryggingar mál þriðju aðila að gera.17. nóvember, 2009 at 13:46 #54715HrappurMeðlimurÉg held að Klifurfélagið myndi sækja um IFSC (International Federation of Sport Climbing) sem er sérstaklega stofnað til að halda utan um sportklifur keppnir, árið 2007,þannig að aðild að UIAA hefur ekkért með klifurkeppnir að gera lengur en aðgangsmál og réttindi á klifursvæðum, fjöllum og þess lags.
17. nóvember, 2009 at 15:16 #54716valdimarMeðlimurHæ hæ.
Það er rétt að kostnaðurinn er kanski hár til þess að komast í svona samband, en hver er ávinningurinn?
Nú veit ég að önnur lönd eins og Holland, Þýskaland, Belgía ofl. evrópskar þjóðir eru tengd í þessum UIAA & IFSC samtökum.
Fólkið sem er á toppnum í íþróttagreinum eins og boulder, sportklifri, drytooling, ísklifri & alpamennsku í sínum löndum geta hlotið góða aðstoð og góða nýtingu á því að vera í svona samtökum.
Sem dæmi eru topp knattspyrnu & handknattspyrnu menn og konur á íslandi(ekki UIAA IFSC samtökum heldur í öðrum samtökum tengt ÍSÍ) með það sem kallast „top sport status“ (sorrý, veit ekki hvað svona kallast á íslensku) en í því geta menn verið með high potential status & A-B status.
Þetta þýðir að ef þú ert mjög góður í því sem þú gerir, líka í tildæmis sportklifri eða drytooling þá getur þú nýtt þér laun eða styrki.
Fólk í A og high potential status fá laun sem Proffesional íþróttafólk, þau mæta á mótaraðir og æfíngar en verða að vera með mjög góðan árang til þess að geta hlotið þessa stöðu.
Fólk sem er með B stöðu njóta styrki sem fjarmagna ferðir til útlanda á mótaraðir og æfíngar.
Það eru nú önnur sambönd í fót & handboltanum en samt er hellíngur af fólki hér á landi (í mörgum íþróttagreinum)sem eru að notfæra sér þessa tegund styrks frá mörgum mismunandi alþjóðlegum íþrótta samböndum.Við hér á íslandi erum með hæfileikaríkt fólk í mörgum flokkum klifurs.
Það gæti auðveldað þrógun klifurs hér á klakanum fyrir núverandi kynslóðir og næstkomandi kynslóðir til muna ef við værum í UIAA & IFSC, þá gæti til dæmis Ísalp sótt um svona „A eða B“ stöðu hjá ÍSÍ fyrir þessa einstaklínga.
Ég held að styrktar peníngurinn myndi ekki koma uppúr vösum íslenskum félögum heldur myndi það koma frá þessum tveimur alþjóðlegum samtökum & ÍSÍ.
Sem dæmi væri hægt að fjölga sportklifrurum & ísklifrurum sem gætu sótt heimsmeistra mótaraðir og auðveldað þeim æfingaferðir til útlanda.
Guidar gætu farið í guide skólana víðsvegar og fengið sín alþjóðleg réttendi án þess að þurfa að taka einhver lán eða missa tíma vegna miklar vinnu sem fjárhagslegur undirbúníngur.Ég er ekki að segja að allt er frítt, en ég er bara að meina að svona tækifæri myndu auðvelda fjárhagslegu hliðina hjá hæfileikaríku fólki.
Hvaða leiðir gætum við hér heima tekið til þess að fá nægilega upphæð af krónum til þess að geta greitt inngöngu?
Kv,
Valdimar17. nóvember, 2009 at 15:31 #547170311783479MeðlimurHer a Stora-Bretlandi er ongvinn slikur meginlands-ESB fasismi, her klifrar hver sjalfstaedur Jon i Sumarhusum eins og honum lystir an thess ad thurfa ad greida tiund til Sviss!
Hins vegar bjoda flestir klubbar sem eru adilar ad British Mountaineering Council (BCM)/Scottish Mountaineering Council upp a „3rd party liability“ tryggingu sem er liklega thad sama og Hrappur talar um. Thad er nokkud snidugt, en ekki forsenda klifurs. Ofan a thetta geta menn keypt ser klifur slysa tryggingar hja BCM sem eru talsvert stor snidugar og maeli eg med theim – 5pund ad fara i viku isklifurferd til Islands i mars sl. Fyrir 6-7 arum thegar eg reyndi ad fa islensk tryggingafelog til ad gefa mer tilbod tha var svarid ad thad vaeri of ahaettusamt ad tryggja mig og vildu ekki gefa mer tilbod. Ahaettustyring theirra var kannski ekki neitt til ad hropa hurra fyrir, eins og sidar kom i ljos…Sorry for a flug ad rofla um e-d allt annad ;o)
kv.
H17. nóvember, 2009 at 15:37 #54718Freyr IngiParticipantÞetta er fróðleg umræða sem hér hefur skapast, sjálfur er ég ekki fróður um þessi bandalög en áhugi minn er vakinn. Þetta verður að líta nánar á.
Stofnum nefnd og vinnuhóp um málið.
Freyr
17. nóvember, 2009 at 17:11 #547200808794749MeðlimurEf ég skil þetta rétt þá er Valdi meðal annars að tala um styrki fyrir afreksfólk.
Um þá má lesa á síðu ÍSÍ.Veit ekki með Klifurfélagið, en sé það aðili að ÍSÍ og alþjóðasambandi þá eiga afreksklifrarar rétt á að sækja um styrk.
Annað sem er innifalið í aðild að UIAA og gæti gagnast ÍSALP veit ég ekki hvað er, en væri vert að kynna sér.
Halli segir frá því hvernig breskir fjallamenn geta fengið góða tryggingu í gegnum sín samtök, það er klárlega eitthvað sem myndi gagnast öllum ÍSALP meðlimum og hefur lengi verið á döfinni að skoða…
17. nóvember, 2009 at 18:27 #54721HrappurMeðlimurÞetta fjallar ekkért sérstaklega um styrki,að mínu mati.
Mætti kannski hugsa þetta út frá mettnaði, eða er ísALP ekki upphaflega stofnað með framgöngu Alpinisma/fjallamennsku Íslendinga á erlendri grund í huga? Ætti klúbburinn ekki að stuðla að auveldun á því?
1100 svissneskir frankar er nú ekki svo mikill peningur (við fjórmenningarnir hefðum nú bara borgað þetta fyrir alla ísalpara, ef við hefðum vitað af þessu hérna um árið) en það má alltaf skipta um nafn á ÍSALP og sting ég hérmeð uppá ,,Íslendingar Spara Klúbburinn“, eða „IceSave club“ upp á ensku.17. nóvember, 2009 at 18:46 #54722BjörkParticipantÍsalp var einu sinni í UIAA en sagði sig úr samtökunum vegna kostnaðar og matið á þeim tíma var að ávinningurinn var lítill.
Skilst að gjaldið hafi lækkað núna.
Hrappur, það hefur hvergi komið fram að Ísalp sé ekki tilbúið að leggja þennan pening í þetta núna.Þetta er eitthvað sem stjórn tekur að sér að skoða og sjá hver ávinningurinn er. Þessi umræða er að koma núna upp í fyrsta skipti í nokkur ár.
17. nóvember, 2009 at 19:56 #54724HrappurMeðlimurBjörk Hauksdóttir wrote:
Quote:Ísalp var einu sinni í UIAA en sagði sig úr samtökunum vegna kostnaðar og matið á þeim tíma var að ávinningurinn var lítill.Skilst að gjaldið hafi lækkað núna.
Hrappur, það hefur hvergi komið fram að Ísalp sé ekki tilbúið að leggja þennan pening í þetta núna.Þetta er eitthvað sem stjórn tekur að sér að skoða og sjá hver ávinningurinn er. Þessi umræða er að koma núna upp í fyrsta skipti í nokkur ár.
Já, ég er sammála, enda ekkért sérstaklega að mæla með UIAA. Það þarf að skoða þetta út frá fleiri sjónarmiðum en að það sé verið að borga einhver keppnisgjöld fyrir ‘klettamýs’ enda á það ekki við lengur.
En mér datt bara svona í hug aðgangs mál hér í Evrópu svo og trygging gegn skaða á 3 aðila, skálagjöld, umhverfismál og almenn samskipti í mótun fjalla lögjafar í heiminum.
Ég er líka bara leiður á þeirri málrræðu að einasta sem UIAA hafi haft til málana að leggja fyrir Íslenska fjallamenn sé einhver keppnisgjöld fyrir klettaklifrara, sá strætó er farinn. Núna er UIAA bara með ísklifurkeppnirnar og tengslin við Ólympíusambandið, þar sem ég klifra ekki í ís þá ætti ég að vera algjörlega á móti aðild að UIAA, einsog fúll á móti. En einsog BNC hefur rætt (á sameiginlegum fundi með UIAA) þá eru aðgengis og lögfræðimál, tengd því, alltaf að verða veigameiri (eftir því sem fólki á fjöllum fjölgar) Það er nú í lagi að skoða hvað UIAA aðildhefur að bjóða annað en styrki fyrir ísklifrara og Himmalayjafara, þá sem ættla í Alpana eða gædanámskeið, skíði, göngutúr í Pireneafjöllum og næstum allt, nema keppendur í klettaklifriÞað er svosem ekkért víst að Ísalp eigi erindi í UIAA en það þarf bara að athuga það út frá sjónarmiðum, áhuga og þörfum ÍSALP’ara.
Kv, Slappur.
17. nóvember, 2009 at 20:45 #54725KarlParticipantÞessi UIAA umræða hefur legið í láginni í tíu ár.
Það er víða þannig að helstu verkefni landssambanda (AC)og UIAA er baraátta um aðgengi að klifur og útivistarsvæðum og hreinlega réttinn til að geta klifrað. Samtökinn hafa líka unnið mikið innávið að bættu „siðferði“ og umgengni á klifursvæðum og aðkomuleiðum.
Þetta er í raun það sama og SAMÚT strögglaði við þegar sett voru síðustu lög um náttúruvernd og skipulagsmál.Krafan um ábyrgðartryggingaar klifrara er í raun til komin vegna umferðarþunga á vinsælum klifurleiðum og er sambærileg við skyldutryggingar bíla sem ekið er í umferðinni.
Það er margt ágætt útúr því að hafa að vera aðili að UIAA þó svo að annað sé framandi fyrir okkar strjálbýlisaðstæður. Meðan ÍSALPARAR eru ekki að lenda í vandræðum vegna aðildarleysis, þá má segja að aðild sé val. Ég ráðlegg mönnum að fylgjast með UIAA og öðrum síðum e-h fram eftir vetri til að átta sig aðeins á hvað þetta félagsbrölt gengur útá.
UIAA er rétti vetvangurinn til að kynna fyrirbæri eins og Íslenska ísfestivalið (ef e-h er stórhuga og treystir á veðráttuna).
Brölt á hærri fjöll er að mestu höndlað af ferðaskrifstofum sem sjá um leyfismál og pappíra.
Ef einhver sér fram á nauðsyn UIAA aðildar vegna e-h verkefnis, þá getur hann t.d. gengið í http://www.danskbjergklub.dk/ og látið í það skína að landráðamaðurinn Jón Sigurðsson hafi aldrei svikið okkur úr Danska Heimsveldinu…..18. nóvember, 2009 at 04:05 #547301811843029MeðlimurEf Ísalp væri félagi í UIAA og með það merki á félagsskírteininu fá ísalparar lægri skálagöld erlendis. Það munar helling um það. Ég bý um þessar mundir í Nýja sjálandi og hér fá allir UIAA klúbbar 50% afslátt af skálagjöldum. Það er svipaða sögu að segja um skála í evrópu. Þetta er hellings búbót í utanlandsferðum. Margir klúbbar til dæmis í Frakklandi bjóða einnig ódýrt transport, lægri lyftugjöld o.s.frv fyrir UIAA klúbba.
Kv.
Atli Páls. -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.