Til eigenda BCA Tracker 2

Home Umræður Umræður Almennt Til eigenda BCA Tracker 2

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47488
    1001813049
    Meðlimur

    Rakst á þetta á vefnum og þó ekkert markvert sé komið í ljós hvet ég fólk til að fylgjast með:

    http://www.tetonat.com/2011/01/10/jhmr-returns-defective-bca-tracker-2-and-pulls-from-retail-shelves/#more-18321

    Kv Kristinn

    #56135
    1001813049
    Meðlimur

    Hérna er svo annar linkur um það sama:

    http://backcountryaccess.com/blog/

    #56137
    3110755439
    Meðlimur

    Þeir virðast allavega ekki vita hvað er í gangi með ýlana. Eru margir með Tracker 2?

    kv
    Dóri

    #56139
    2502833189
    Meðlimur

    Sælir Ísalparar.

    Ég tók við umboði fyrir Backcountry Access (BCA) nú í haust. Undanfarin ár hafa ekki verið seldar vörur frá BCA á Íslandi. Nú síðar í mánuðinum stendur Ísölpurum og öðru fjallafólki til boða að eignast vörur frá BCA hér á landi.

    BCA eru þekktir fyrir að gefa ekki út vörurnar sínar nema þær séu tilbúnar og virki. Því miður kom þetta vandamál nú upp í 10 ýlum sem er að mati BCA allt of mikið þótt það sé í 0,05% af ýlunum. En BCA viðurkenna þetta vandamál fúslega og hafa gert nýja uppfærslu til að koma í veg fyrir þetta.

    Sem dæmi um áreiðanleika þá framleiddi BCA fyrsta digital ýlinn „Tracker DTS“ og hann er enn að rokseljast á markaðnum því hann virkar einstaklega vel. En aðrir framleiðendur sem fylgdu í kjölfarið með digital tæknina hafa sett á markað og tekið af markaði jafnvel nokkra ýla síðan þá.

    Ef þið vitið um einhverja hér á landi sem eiga Tracker 2 ýli þá endilega bendið þeim á að hafa samand við mig til að við getum leyst þetta mál.

    Og Dóri ég held að BCA viti hvað er í gangi með ýlana fyrst þeir eru búnir að gefa út nýja uppfærslu sem kemur í veg fyrir þetta.

    Bestu kveðjur.

    Kolbeinn Guðmundsson
    kolbeinn@freri.is

    Vefsíðan http://www.freri.is verður tilbúin um mánaðarmót fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér vörur frá BCA. T2.jpg

    #56140
    3110755439
    Meðlimur

    Sæll, þetta var ekki meint sem ‘pun’ á Tracker, þeir hafa verið að gera góða hluti. Það hafa verið villur í fleiri ýlum, meðal annars frá Ortovox og Mammut. Sá að version 4 af software-inu á að laga þetta.
    kv
    Dóri

    #56150
    0808794749
    Meðlimur

    Blessuð tæknin… ég var einmitt að panta mér tracker 2 og gerði það eftir mikinn lestur á umsögnum á netinu.

    Hér má finna ítarlegar umsagnir og úttektir á líklegast öllum ýlum sem framleiddir hafa verið.
    Með því að bera saman allar 5 stjörnu ýla ásamt því að taka verð með í dæmið fékk ég út Tracker2 hentaði mér best.

    Eins og fram hefur komið þá virðast þessi stafrænu ýlar aldrei alveg gallalausir en sem betur fer er hægt að fá uppfærslur sem eiga að koma í veg fyrir böggana.

    Eitt sem mér dettur í hug sem getur hugsanlega haft áhrif á virkni ýla eru seglar af ýmsu tagi, eins og t.d. eru stundum í skíða/brettafatnaði í staðinn fyrir smellur, og hugsanlega talstöðvum.
    Hefur einhver heyrt nýjasta nýtt í þeim pælingunum?

    Kolbeinn: Flott að þú sért að hefja innflutning á þessum græjum. Ekki sakar að hafa reyndan fjallamann í því.
    Muntu koma til með að flytja inn annan varning?

    #56201
    2502833189
    Meðlimur

    Sæl aftur.

    Það er rétt hjá þér Dóri að það kemur alveg fyrir að það komi upp villur í snjólfóðaýlum. Sumir framleiðendur eru verri en aðrir hvað það varðar. Þetta er eftir því sem ég best veit fyrsta villan sem kemur upp hjá BCA. Sum af þessum öryggistækjum hafa verið svo gölluð að þau hafa verið tekin af markaði. Það má m.a. sjá á heimasíðunni sem Sveinborg bendir á.

    Varðandi þínar pælingar Sveinborg þá hef ég ekki heyrt þetta með seglana fyrr. En ég get rætt það við rafmagnsverkfræðinga BCA hvort það sé þekkt vandamál.

    Nú er hægt að halda jól aftur á þorranum því vefverslunin http://www.freri.is hefur tekið til starfa. Þar er nú hægt að fá höfuðljós frá Princeton Tec sem eru leiðandi í heiminum á því sviði og snjóflóða og snjóvörur frá Backcountry Access.

    Þó er enn ekki allt komið inn á síðuna. M.a. bakpokar fyrir bretta og skíðafólk með innbyggðu „frostfríu“ drykkjarkerfi.

    Bestu kveðjur um snjóþungann vetur.

    Kolbeinn

    http://www.freri.is ApexOrange.jpg

    #56540
    2806763069
    Meðlimur

    Ætlaði að blanda mér aðeins í þessa umræðu um snjóflóðaýla. Ég er búinn að vera að kenna á slatta af námskeiðum upp á síðkastið og hef fengist að kynnast nokkrum mismunandi tegundum. Sjálfur er ég eins og stendur með Tracker 2. Þegar ég fékk hann fyrst vara ég dáldið skeptískur á hversu einfaldur hann er, eða öllu heldur á það að hann hafði ekki allt þetta fína dót sem Barryvox of DSP Pieps hafa. Hinsvegar verð ég að segja að ég er mjög ánægður með þennan ýli. Jafn skilvirkur og aðrir í leitinni og það svín virkar að bloka út það merki sem er næst ef svo ólíklega vill til að maður sé að leita að meira en einu fornarlambi í einu.

    Ég var ekki eins hrifin af Pieps FreeRide og Orthowox S1. FreeRidinn er náttúrulega bara 2. Kynnslóðar ýlir í flottum umbúðum. Hann hefur bara 1 loftnet og er að sama skapi ónákvæmur. Það er vel hægt að nota þessa græju en maður þarf mikla æfingu ef vinnubrögðin eiga að vera hröð og skilvirk. Fjarlægðin sem sýnd er á skjánum hoppar oft til og frá og getur verið mjög ruglandi. Persónulega fannst mér gömlu F2 ýlarnir auðveldari í notkunn. Í raun er það eina sem FreeRide hefur fram yfir þá að hann getur einbeitt sér að aðeins einu merki í einu (og látið vita ef hann er að nema fleiri en eitt merki). Sá ýlir sem mér fannst hvað sístur var S1. Ég skoðaðið hann ekki mikið en stúlkan sem var með hann á einu námskeiðinu var einfaldlega „all over the show“ þó að hún hafi alltaf að lokum getað fundið þann týnda. S1 ýlirinn fann svo Tracker 2 í félagaprófi í byrjun dags en ekki þegar kom að því að leita að Tracker 2. Þessi villa er náttúrulega mjög slæm og verður að skrifast á S1 sem er þarna að gefa misvísandi upplýsingar.

    Einhverjir komu svo einnig með ARVA EVO3. Sá ýlir kom skemmtilega á óvart. Nákvæmur og hraðvirkur. Það var hinsvegar dáldið old-style að maður þarf að slökkva á ýlinum til að ná honum af sér þegar verið er í fínleitinni. Með þessa stafrænu ýlar kostar það nokkrar sekúndur því þeir verða að endurræsa sig (það er kveikt á ýlinum með ólinni sem fer utan um líkamann, auðvitað getur maður líka afklæðst til að ná af sér ýlinum og þarf þá ekki að slökkva). Einnig er takkinn sem skiptir yfir á leit og blokkar út merki frá fundnum ýlum mjög stífur og reyndar það stífur að stundum þurfti tvær tilraunir til að ná að blokka út merki frá þeim fundna.

    DSP og Barryvox eru svo auðvitað voða flottar græjur og með alskonar flotta fídusa sem gaman er að. Verð samt að segja að ég er mjög sáttur við BCA Tracker 2 og held eftir reynsluna af S1 að það sé líklega bara öruggara að gera félagatestið á gamala mátann, stilla á leit og láta alla labba framhjá manni.

    Svo er bara að passa að allir félagarnir kunni að nota ýlana í leit, að þeir séu með skóflu og stöng og kunni að setja þessar græjur saman (sem er ekki eins sjálfgefið og ætla mæti).
    Góða skemmtun.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.